Elle Goulding var uppgötvuð í hæfileikakeppni í heimabæ sínum Kington í Herefordskíri. Þegar hún stundaði leiklistarnám við háskólann í Canterbury kynntist hún upptökustjórunum Frankmusik og Starsmith sem sérhæfa sig í danstónlist og í framhaldinu vakti hún töluverða athygli á Myspace.
Goulding, sem er 22 ára, blandar saman órafmagnaðri þjóðlagatónlist og nútímapoppi með áhugaverðum árangri, og er ef til vill hvað þekktust fyrir smellinn Burn.