Norska liðið Sarpsborg 08 hefur nú staðfest að Eyjamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson muni spila áfram með liðinu á næstu leiktíð.
Þórarinn Ingi var í láni frá ÍBV á síðasta tímabil og hefur lánssamningurinn nú verið framlengdur fram á mitt næsta sumar. Eftir það hefur Sarpsborg forkaupsrétt á honum.
Frá þessu var fyrst greint í síðustu viku en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni nú í morgun.
Sarpsborg 08 varð í fjórtánda sæti norsku úrvalsdeildarinnar síðastliðið vor og þurfti að komast í gegnum umspil til að halda sæti sínu í deildinni. Þórarinn Ingi skoraði tvö mörk í 26 leikjum með liðinu.
