Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 2. janúar 2014 08:58 Nú er opið fyrir umsóknir veiðileyfa hjá SVFR og sem fyrr er úrvalið til veiðimanna á veiðisvæðum gott en sum svæðin eru greinilega vinsælli en önnur. Þrátt fyrir að SVFR hafi misst tvær af sínum stærri ám, Norðurá og Laxá í Dölum, býður félagið mikið úrval veiðisvæða sem henta öllum félagsmönnum. Flaggskip félagsins að þessu sinni er Langá á Mýrum en hún hefur verið vel sótt og veiðin í henni verið frábær síðustu ár ef undanskilið er árið 2012. Laxá í Mývatnssveit hefur sterkan hóp aðdáenda sem fara í hana á hverju ári og margir hafa veitt sömu dagana í hátt í áratug. Eitt af nýju heitu svæðunum hjá félaganu eru Steinsmýrarvötn en þar er mikil veiði og verð veiðileyfa stillt í hóf svo þar ættu allir að geta komist í góða veiði fyrir lítinn pening. Það má reikna með mikilli aðsókn í Hítará sem og í Elliðaárnar en áfram verður farið þá leið að sótt er sérstaklega um þær eins og í fyrra svo A leyfin þarf ekki að nýta í þá umsókn heldur nýtist hún í aðrar umsóknir. Þegar umsóknarferli og úthlutunarferli lýkur fara veiðileyfi félagsins í almenna sölu. Frekari upplýsingar um umsóknir er að finna á heimasíðu SVFR, www.svfr.is Stangveiði Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði
Nú er opið fyrir umsóknir veiðileyfa hjá SVFR og sem fyrr er úrvalið til veiðimanna á veiðisvæðum gott en sum svæðin eru greinilega vinsælli en önnur. Þrátt fyrir að SVFR hafi misst tvær af sínum stærri ám, Norðurá og Laxá í Dölum, býður félagið mikið úrval veiðisvæða sem henta öllum félagsmönnum. Flaggskip félagsins að þessu sinni er Langá á Mýrum en hún hefur verið vel sótt og veiðin í henni verið frábær síðustu ár ef undanskilið er árið 2012. Laxá í Mývatnssveit hefur sterkan hóp aðdáenda sem fara í hana á hverju ári og margir hafa veitt sömu dagana í hátt í áratug. Eitt af nýju heitu svæðunum hjá félaganu eru Steinsmýrarvötn en þar er mikil veiði og verð veiðileyfa stillt í hóf svo þar ættu allir að geta komist í góða veiði fyrir lítinn pening. Það má reikna með mikilli aðsókn í Hítará sem og í Elliðaárnar en áfram verður farið þá leið að sótt er sérstaklega um þær eins og í fyrra svo A leyfin þarf ekki að nýta í þá umsókn heldur nýtist hún í aðrar umsóknir. Þegar umsóknarferli og úthlutunarferli lýkur fara veiðileyfi félagsins í almenna sölu. Frekari upplýsingar um umsóknir er að finna á heimasíðu SVFR, www.svfr.is
Stangveiði Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði