Samkynhneigðum óhætt á vetrarólympíuleikunum á meðan þeir láta börn vera Andri Þór Sturluson skrifar 18. janúar 2014 12:20 "Andið rólega en látið bara börnin vera,“ eru skilaboðin frá Putin. Fáni Ólympíuleikanna er fimm tengdir hringir, í fimm mismunandi litum sem eiga að tákna heimsálfurnar þaðan sem íþróttamenn og gestir sækja leikana. Svo sagði höfundur hans Pierre de Coubertin árið 1914, sem við það skildi útundan heila heimsálfu. En sú heimsálfa getur svo sem táknað í dag þann hóp sem vetrarólympíuleikarnir í Rússlandi vilja að falli í gleymsku, - Samkynhneigða. Vetrarólympíuleikarnir verða haldnir í Sochi, Rússlandi. Borgin er ferðamannaparadís ef marka má rússneskar heimildir, svo yndilegur staður að Jósef Stalin byggði uppáhalds Dacha sitt þar. Það er rússneska útgáfan af sumarhúsi og ef Sochi var nógu góð fyrir Stalin þá er hún nógu góð fyrir Ólympíusambandið. Ekkert lát hefur verið á gagnrýni á ákvörðunina að halda leikana í Rússlandi. Mannréttindasamtök víðsvegar um heiminn hafa mótmælt og jafnvel hefur áhrifafólk sem maður tengir ekkert sérstaklega við mannréttindi viðrað áhyggjur sínar. Mitt Romney, misheppnaður forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum og einn af forsvarsmönnum 2002 leikanna í Salt Lake City, sagðist ekki hafa valið Rússland til að halda leikana ef hann hefði haft eitthvað um það að segja. Hann hefur áhyggjur af öryggi, finnst Rússar hafa horfið frá lýðræðisumbótum sem aðstandendur leikanna höfðu hugsað sér að verðlauna þegar þeir völdu Sochi til að halda þá og segir hegðun rússneskra yfirvalda ekki vera í „anda Ólympíuleikanna.“ Ummæli Romney eru skiljanleg í ljósi þess að Vladimir Putin, forseti, sagði á föstudag að samkynhneigðir gætu andað rólega í Sochi, á meðan þeir létu börn vera. Gylfi Ægisson, „andstæðingur klámvæðingar“ var fljótur að koma auga á þennan bandamanns sinn í baráttunni gegn typpasleikjóum og skoðanabróður um skaðleg áhrif samkynheigðar á æsku landsins. Hann lýsir byrjun „Hommastríðsins“ eins og hann kallar baráttu sína, í athugasemd við frétt DV um ummæli Putins og segir: „Hommastríðið byrjaði á þessum orðum mínum í Dv.:Gylfi Ægis óttast að börnin „skemmist“ vegna Gay Pride. Þá logaði allt af hatri í minn garð í hommalandi. Pútín er sammála mér og er það frábært LÁTIÐ BÖRNIN Í FRIÐI!“ Ef einhver hefur þá skoðun að Rússland sé gamaldags fordómafullt og mannhatandi sveitalubbaríki þá gætu nýleg lög í Rússlandi um bann við „óróðri samkynhneigðra í garð barna“ hugsanlega styrkt þá skoðun. Yfirvöld þar hafa einnig bannað gleðigöngur, sektað mannréttindasamtök og hunsað ofbeldi gegn samkynhneigðum en það síðastnefnda er orðið svo algengt að lífshættulegt er að vera svo mikið sem grunaður um að elska einstakling af sama kyni. Rökin gegn samkynhneigð sem yfirvöld, rússneska kirkjan og hinn venjulegi fordómafulli kjáni beita fyrir sig halda ekki vatni. Hún er sögð ógn við rússneskt samfélag. Þeir sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra eru kallaðir öfgafólk sem elur á hatri gegn samfélaginu og kirkjunni. Öfgarnar eru þá þær að verða ítrekað fyrir ofbeldi í von um öðlast snefil af mannréttindum. Dómstóll fullyrti einnig að samkynhneigðir hvetja til sjálfshaturs og ríkið þyrfti að vernda þá gegn sjálfum sér. En nú höfum við loforð forsetans fyrir því að samkynhneigðir verða ekki áreittir á leikunum ef þeir bara láta börn í friði. Við sendum okkar keppendur og tökum þátt í því að leyfa Rússum að galdra fram sýndarveruleika þar sem allt er fullkomið og menn frá öllum löndum keppa í bróðerni á meðan við gleymum því að fólki er misþyrmt fyrir að elska. Það væri sterkt að íþróttamenn neituðu að taka þátt til að vekja athygli á mannréttindabrotum þar í landi en slík prinsipp, eða prinsipp yfir höfuð er ekki mjög íslenskt. Ég ætla þó að leyfa mér, í barnslegri einfeldni, að halda það að Halldór Helgason snjóbrettakappi hafi viljandi misst af „tækifærinu“ til þátttöku á leikunum í Stoneham í Kanada í gær. Frekar hent sér á höfuðið en að aðstoða við að falsa dýrðarljóma yfir Rússlandi. Meðfylgjandi er stutt heimildarmynd um hvernig er líf samkynhneigðra í Rússlandi er með nýju lögunum. Harmageddon Mest lesið Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Queen Tora Victoria Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon Stefán Jón vill bæta lífskjör starfsmanna RÚV Harmageddon Púlsinn 19.ágúst 2014 Harmageddon Gera á torgum það sem nasistar hefðu reynt að fela Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon Sannleikurinn: Elsta systkinið mest óþolandi Harmageddon Sannleikurinn: Stofnfundur félags fólks með ofvirkni fór úr böndunum: Stofnuðu 7 önnur félög Harmageddon Hæfustu tónlistarmenn Íslands stofna nýja hljómsveit Harmageddon
Fáni Ólympíuleikanna er fimm tengdir hringir, í fimm mismunandi litum sem eiga að tákna heimsálfurnar þaðan sem íþróttamenn og gestir sækja leikana. Svo sagði höfundur hans Pierre de Coubertin árið 1914, sem við það skildi útundan heila heimsálfu. En sú heimsálfa getur svo sem táknað í dag þann hóp sem vetrarólympíuleikarnir í Rússlandi vilja að falli í gleymsku, - Samkynhneigða. Vetrarólympíuleikarnir verða haldnir í Sochi, Rússlandi. Borgin er ferðamannaparadís ef marka má rússneskar heimildir, svo yndilegur staður að Jósef Stalin byggði uppáhalds Dacha sitt þar. Það er rússneska útgáfan af sumarhúsi og ef Sochi var nógu góð fyrir Stalin þá er hún nógu góð fyrir Ólympíusambandið. Ekkert lát hefur verið á gagnrýni á ákvörðunina að halda leikana í Rússlandi. Mannréttindasamtök víðsvegar um heiminn hafa mótmælt og jafnvel hefur áhrifafólk sem maður tengir ekkert sérstaklega við mannréttindi viðrað áhyggjur sínar. Mitt Romney, misheppnaður forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum og einn af forsvarsmönnum 2002 leikanna í Salt Lake City, sagðist ekki hafa valið Rússland til að halda leikana ef hann hefði haft eitthvað um það að segja. Hann hefur áhyggjur af öryggi, finnst Rússar hafa horfið frá lýðræðisumbótum sem aðstandendur leikanna höfðu hugsað sér að verðlauna þegar þeir völdu Sochi til að halda þá og segir hegðun rússneskra yfirvalda ekki vera í „anda Ólympíuleikanna.“ Ummæli Romney eru skiljanleg í ljósi þess að Vladimir Putin, forseti, sagði á föstudag að samkynhneigðir gætu andað rólega í Sochi, á meðan þeir létu börn vera. Gylfi Ægisson, „andstæðingur klámvæðingar“ var fljótur að koma auga á þennan bandamanns sinn í baráttunni gegn typpasleikjóum og skoðanabróður um skaðleg áhrif samkynheigðar á æsku landsins. Hann lýsir byrjun „Hommastríðsins“ eins og hann kallar baráttu sína, í athugasemd við frétt DV um ummæli Putins og segir: „Hommastríðið byrjaði á þessum orðum mínum í Dv.:Gylfi Ægis óttast að börnin „skemmist“ vegna Gay Pride. Þá logaði allt af hatri í minn garð í hommalandi. Pútín er sammála mér og er það frábært LÁTIÐ BÖRNIN Í FRIÐI!“ Ef einhver hefur þá skoðun að Rússland sé gamaldags fordómafullt og mannhatandi sveitalubbaríki þá gætu nýleg lög í Rússlandi um bann við „óróðri samkynhneigðra í garð barna“ hugsanlega styrkt þá skoðun. Yfirvöld þar hafa einnig bannað gleðigöngur, sektað mannréttindasamtök og hunsað ofbeldi gegn samkynhneigðum en það síðastnefnda er orðið svo algengt að lífshættulegt er að vera svo mikið sem grunaður um að elska einstakling af sama kyni. Rökin gegn samkynhneigð sem yfirvöld, rússneska kirkjan og hinn venjulegi fordómafulli kjáni beita fyrir sig halda ekki vatni. Hún er sögð ógn við rússneskt samfélag. Þeir sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra eru kallaðir öfgafólk sem elur á hatri gegn samfélaginu og kirkjunni. Öfgarnar eru þá þær að verða ítrekað fyrir ofbeldi í von um öðlast snefil af mannréttindum. Dómstóll fullyrti einnig að samkynhneigðir hvetja til sjálfshaturs og ríkið þyrfti að vernda þá gegn sjálfum sér. En nú höfum við loforð forsetans fyrir því að samkynhneigðir verða ekki áreittir á leikunum ef þeir bara láta börn í friði. Við sendum okkar keppendur og tökum þátt í því að leyfa Rússum að galdra fram sýndarveruleika þar sem allt er fullkomið og menn frá öllum löndum keppa í bróðerni á meðan við gleymum því að fólki er misþyrmt fyrir að elska. Það væri sterkt að íþróttamenn neituðu að taka þátt til að vekja athygli á mannréttindabrotum þar í landi en slík prinsipp, eða prinsipp yfir höfuð er ekki mjög íslenskt. Ég ætla þó að leyfa mér, í barnslegri einfeldni, að halda það að Halldór Helgason snjóbrettakappi hafi viljandi misst af „tækifærinu“ til þátttöku á leikunum í Stoneham í Kanada í gær. Frekar hent sér á höfuðið en að aðstoða við að falsa dýrðarljóma yfir Rússlandi. Meðfylgjandi er stutt heimildarmynd um hvernig er líf samkynhneigðra í Rússlandi er með nýju lögunum.
Harmageddon Mest lesið Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Queen Tora Victoria Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon Stefán Jón vill bæta lífskjör starfsmanna RÚV Harmageddon Púlsinn 19.ágúst 2014 Harmageddon Gera á torgum það sem nasistar hefðu reynt að fela Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon Sannleikurinn: Elsta systkinið mest óþolandi Harmageddon Sannleikurinn: Stofnfundur félags fólks með ofvirkni fór úr böndunum: Stofnuðu 7 önnur félög Harmageddon Hæfustu tónlistarmenn Íslands stofna nýja hljómsveit Harmageddon
Sannleikurinn: Stofnfundur félags fólks með ofvirkni fór úr böndunum: Stofnuðu 7 önnur félög Harmageddon
Sannleikurinn: Stofnfundur félags fólks með ofvirkni fór úr böndunum: Stofnuðu 7 önnur félög Harmageddon