Bílalaus Hamborg árið 2034 Finnur Thorlacius skrifar 17. janúar 2014 10:15 Hamborg Autoblog Í þröngum miðbæjum margra gamalgróinna borga Evrópu er ekkert vit í mikilli bílaumferð og í raun ekkert pláss fyrir þá. Þessar borgir þróuðust löngu fyrir tilkomu bílsins og hann því hálfgert vandræðabarn á götum þeirra. Ein þessara borga er næst stærsta borg Þýskalands, Hamborg. Borgaryfirvöld þar stefna nú að því að gera miðbæinn bíllausan árið 2034 og vinna nú eftir áætlun sem þeir kalla „Green Network“. Það svæði sem um ræðir að gera bíllaust er um 40% af flatarmáli borgarinnar. Íbúar og gestir borgarinnar munu því árið 2034 geta notið miðbæjarins á tveimur jafnfljótum eða á hjóli alveg lausir við bílaumferð og mengun sem af henni hlýst. Íbúar Hamborg eru 1,8 milljónir og er hún óvenju þéttbyggð. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent
Í þröngum miðbæjum margra gamalgróinna borga Evrópu er ekkert vit í mikilli bílaumferð og í raun ekkert pláss fyrir þá. Þessar borgir þróuðust löngu fyrir tilkomu bílsins og hann því hálfgert vandræðabarn á götum þeirra. Ein þessara borga er næst stærsta borg Þýskalands, Hamborg. Borgaryfirvöld þar stefna nú að því að gera miðbæinn bíllausan árið 2034 og vinna nú eftir áætlun sem þeir kalla „Green Network“. Það svæði sem um ræðir að gera bíllaust er um 40% af flatarmáli borgarinnar. Íbúar og gestir borgarinnar munu því árið 2034 geta notið miðbæjarins á tveimur jafnfljótum eða á hjóli alveg lausir við bílaumferð og mengun sem af henni hlýst. Íbúar Hamborg eru 1,8 milljónir og er hún óvenju þéttbyggð.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent