Veiði

Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum!

Karl Lúðvíksson skrifar
Mynd: www.hreggnasi.is
Það styttist í að það komi í ljós hvaða daga hver félagsmaður SVFR fær úthlutaða en mesta spennan er þó yfirleitt í kringum Elliðaárnar og þá helst hvort maður hafi fengið þar dag.

Það sækja fleiri um en komast að á hverju einasta ári og það hefur verið rætt meðal sumra félagsmanna hvort Elliðaárnar eigi ekki að vera fyrir félagsmenn eldri en 67 ára og svo börn yngri en 16 ára enda árnar auðveldar, ódýrar og veiðivon góð sem er sérstaklega aðlaðandi þegar á að fara með krakka í veiði.  En lukkudísirnar dansa ekki alltaf með manni og ef þú lendir í því að fá ekki dag í Elliðánum en vilt komast í einn dag stutt frá bænum í ódýra veiði með veiðivon vill ég benda á tvo aðra kosti.  Brynjudalsá og Korpa.  Það má vafalaust finna fleiri til en þessar tvær eru litlar, stuttar, ódýrar og barnvænar svo ég nefni þær hér en á eftir að fjalla um fleiri svæði fram að vori.

Brynjudalsá og Korpa/Úlfarsá eru báðar hjá Hreggnasa og eitthvað er um lausar stangir í báðum ánum þó ekki mikið.  Veiðivon er góð en báðar árnar eru að skila um eða yfir 200 löxum á ári á sínar tvær stangir sem er fín meðalveiði á stöng.  Þær eru báðar komnar í gang í byrjun júlí og veiðin helst nokkuð jöfn með smá toppum allt sumarið.  Brynjudalsá er í Hvalfirði og það tekur um 40 mínútur að keyra þangað og flestir leggja af stað klukkan 6:00 úr bænum og eru þá komnir tímanlega áður en veiði hefst.  Korpan rennur í gegnum tvo hverfi í Reykjavík, Grafarvog og Grafarholt svo það þarf ekki að gera ráð fyrir miklum akstri.   Frekari upplýsingar um leyfi er að finna á www.hreggnasi.is 






×