Lagið heitir 5 og er samið af Willow Smith, en eldri bróðir hennar, Jaden, syngur inn á það.
Willow Smith var ekki nema níu ára gömul þegar hún sendi frá sér sína fyrstu smáskífu.
Laginu, Whip my hair, var lekið á netið og fékk afbragðs dóma, meðal annars frá gagnrýnanda LA Times.
Jaden Smith öðlaðist töluverðar vinsældir eftir hlutverk sitt í Karate Kid-myndinni sem var frumsýnd sumarið 2010.
Hér að neðan má heyra nýja lagið, 5.