Rifist um RIFF Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2014 11:00 Einar Örn segir faghóp einfaldlega hafa metið það svo að önnur umsókn hafi verið betri en hin en RIFF-liðar eru ósáttir. Stjórn RIFF harmar þá ákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF – eftir 10 ára farsælt samstarf um uppbyggingu hátíðarinnar á alþjóðavettvangi. Þetta kemur fram í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Einar Örn Benediktsson er formaður ráðsins. Hvað réði þessari ákvörðun? „Það voru tvær umsóknir til að halda kvikmyndahátíð í Reykjavík. Þær fóru fyrir faghóp Bandalags íslenskra listamanna sem kemur með tillögur að styrkveitingum. Það vildi þannig til að umsókn RIFF fékk ekki hljómgrunn. Þetta er byggt á faglegum forsendum; önnur umsóknin þótti vera betri og við samþykktum það,“ segir Einar Örn.Átta milljónir í nýja kvikmyndahátíð RIFF fékk í fyrra 9 milljóna króna styrk til að halda kvikmyndahátíð sína en hin nýja kvikmyndahátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, fær 8 milljónir frá borginni. Í greininni, sem meðal annars framkvæmdastjóri RIFF, Hrönn Marínósdóttir auk þeirra Baltasars Kormáks og Elísabetar Ronaldsdóttur og fleiri stjórnarmanna skrifa undir, er talað um að miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum sé kastað á glæ með ákvörðuninni, og engin haldbær rök séu fyrir því að Reykjavíkurborg hefji frá grunni uppbyggingu á nýrri alþjóðlegri kvikmyndahátíð í stað þess að styðja RIFF áfram. „Þegar faghópur BÍL fer yfir þessar umsóknir leggur hann faglegt mat á það. Þeirra faglega mat er að þessu fé sé betur komið annars staðar,“ segir Einar Örn.Djúpstæður ágreiningur undirliggjandi Vísir hefur undir höndum bréf sem Heimili kvikmyndanna sendi fagaðilum þar sem útskýrð er ákvörðunin sem liggur að baki því að send var inn umsókn um nýja kvikmyndahátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, en þar segir að hún ákvörðun um umsóknina hafi verið tekin í haust „þegar ljóst var að RIFF myndi ekki vera með sína starfsemi í Bíó Paradís vegna viðskiptalegra forsendna eiganda RIFF.“ Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðuð yrði sú ákvörðun að RIFF fengi ekki styrk hafi verið felld á fundi menningar- og ferðamálaráðs í gær. Einar Örn heldur sig við að faglegt álit fulltrúa BÍL hafi algerlega ráðið för. „Hiklaust hefur verið farið eftir tillögum frá faghópi. Með því erum við að fjarlægjast það að einhverjar geðþóttaákvarðanir ráði; listamenn meta hvar fénu er best komið,“ segir Einar Örn. RIFF-hátíðin hefur verið umdeild eins og til að mynda má sjá í þessari frétt DV, þar sem talað er um svarta skýrslu. Þannig hefur komið til tals misræmi milli fullyrðinga um aðsókn og svo tekjur af miðasölu. Í því samhengi nefnir Einar að talað hafi verið um 30 þúsund gesti en þegar litið er til uppgjörs miðasölu í ársreikningi, að þar séu 14 milljónir, telja menn það trauðla standast. Einar Örn bendir mönnum á að reikna en hafnar því þó að ákvörðunin um að beina styrk til kvikmyndahátíðar annað en til RIFF hafi nokkuð með ágreining að gera. „Þetta eru málefnin frekar en mennirnir. Ef þetta er niðurstaða faghópsins þá hlýtur maður að fara eftir henni.“ Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Stjórn RIFF harmar þá ákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF – eftir 10 ára farsælt samstarf um uppbyggingu hátíðarinnar á alþjóðavettvangi. Þetta kemur fram í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Einar Örn Benediktsson er formaður ráðsins. Hvað réði þessari ákvörðun? „Það voru tvær umsóknir til að halda kvikmyndahátíð í Reykjavík. Þær fóru fyrir faghóp Bandalags íslenskra listamanna sem kemur með tillögur að styrkveitingum. Það vildi þannig til að umsókn RIFF fékk ekki hljómgrunn. Þetta er byggt á faglegum forsendum; önnur umsóknin þótti vera betri og við samþykktum það,“ segir Einar Örn.Átta milljónir í nýja kvikmyndahátíð RIFF fékk í fyrra 9 milljóna króna styrk til að halda kvikmyndahátíð sína en hin nýja kvikmyndahátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, fær 8 milljónir frá borginni. Í greininni, sem meðal annars framkvæmdastjóri RIFF, Hrönn Marínósdóttir auk þeirra Baltasars Kormáks og Elísabetar Ronaldsdóttur og fleiri stjórnarmanna skrifa undir, er talað um að miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum sé kastað á glæ með ákvörðuninni, og engin haldbær rök séu fyrir því að Reykjavíkurborg hefji frá grunni uppbyggingu á nýrri alþjóðlegri kvikmyndahátíð í stað þess að styðja RIFF áfram. „Þegar faghópur BÍL fer yfir þessar umsóknir leggur hann faglegt mat á það. Þeirra faglega mat er að þessu fé sé betur komið annars staðar,“ segir Einar Örn.Djúpstæður ágreiningur undirliggjandi Vísir hefur undir höndum bréf sem Heimili kvikmyndanna sendi fagaðilum þar sem útskýrð er ákvörðunin sem liggur að baki því að send var inn umsókn um nýja kvikmyndahátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, en þar segir að hún ákvörðun um umsóknina hafi verið tekin í haust „þegar ljóst var að RIFF myndi ekki vera með sína starfsemi í Bíó Paradís vegna viðskiptalegra forsendna eiganda RIFF.“ Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðuð yrði sú ákvörðun að RIFF fengi ekki styrk hafi verið felld á fundi menningar- og ferðamálaráðs í gær. Einar Örn heldur sig við að faglegt álit fulltrúa BÍL hafi algerlega ráðið för. „Hiklaust hefur verið farið eftir tillögum frá faghópi. Með því erum við að fjarlægjast það að einhverjar geðþóttaákvarðanir ráði; listamenn meta hvar fénu er best komið,“ segir Einar Örn. RIFF-hátíðin hefur verið umdeild eins og til að mynda má sjá í þessari frétt DV, þar sem talað er um svarta skýrslu. Þannig hefur komið til tals misræmi milli fullyrðinga um aðsókn og svo tekjur af miðasölu. Í því samhengi nefnir Einar að talað hafi verið um 30 þúsund gesti en þegar litið er til uppgjörs miðasölu í ársreikningi, að þar séu 14 milljónir, telja menn það trauðla standast. Einar Örn bendir mönnum á að reikna en hafnar því þó að ákvörðunin um að beina styrk til kvikmyndahátíðar annað en til RIFF hafi nokkuð með ágreining að gera. „Þetta eru málefnin frekar en mennirnir. Ef þetta er niðurstaða faghópsins þá hlýtur maður að fara eftir henni.“
Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira