Vaxtalaus bílalán eru ekki ókeypis Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. janúar 2014 10:21 Frosti varar við vaxtalausu bílalánunum. vísir/stefán/pjetur Minnst fjögur bílaumboð hafa auglýst vaxtalaus bílalán að undanförnu, en BL reið á vaðið í síðustu viku og kynnti vaxta- og kostnaðarlaus lán til kaupa á nýjum bifreiðum hjá umboðinu.Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir í pistli á heimasíðu sinni að þegar betur sé að gáð séu vaxtalausu lánin alls ekki ókeypis. „Því „vaxtalaus“ lán frá bifreiðaumboði bjóðast bara þeim sem sætta sig við að fá ekki afslætti eða aukahluti í kaupbæti sem bjóðast þeim sem staðgreiða eða greiða með venjulegu bílaláni. Það geta vart talist góðir viðskiptahættir að auglýsa að lán sé vaxtalaust ef neytandinn greiðir ígildi vaxta með öðrum hætti,“ segir Frosti í pistlinum. Hann segir að í lögum um neytendalán sé skylda lögð á lánveitendur að birta lántakendum árlega hlutfallstölu kostnaðar, það er vexti, lántökukostnað, lántökugjöld, seðilgjöld og fleira. Ákvæðinu sé ætlað að auðvelda neytendum að gera samanburð á heildarkostnaði ólíkra lána og þannig stuðla að virkari samkeppni. „Bifreiðaumboð sem auglýsa vaxtalaus lán hafa mér vitanlega ekki birt lántakendum árlega hlutfallstölu kostnaðar af þeim lánum. Sé það ekki gert þarf að bæta úr því. Ég vil ekki trúa því að bifreiðaumboðin vilji sniðganga lög um neytendavernd. Vaxtalaus lán bílaumboða geta verið álíka óhagstæð og hefðbundin vaxtaberandi bílalán eins og þetta dæmi sýnir: Tiltekinn bíll er til sölu á listaverði sem er 10 milljónir króna. Afsláttur og aukahlutir sem bjóðast við staðgreiðslu eru metnir á samtals 800 þúsund krónur. Umboðið býður kaupanda vaxtalaust lán upp á 40% af verðinu til 3 ára, en þá býðst hvorki afsláttur né aukahlutir. Lánið er þá 4 milljónir og óbeinn kostnaður þess er 800 þúsund. Þetta vaxtalausa lán virðist meinleysislegt, en árleg hlutfallstala kostnaðar er samt heil 13%. Það er svipaður kostnaður og er á bílalánum sem bera vexti. Það er ekki góð þróun ef uppgefið söluverð bíla og annara neysluvara fer að innifela kostnað af vaxtalausu láni til einhverra ára. Það mun aðeins þýða að verðlag mun verða hærra en annars væri. Það mun svo hafa áhrif til hækkunar á neysluvísitölu og hærri neysluvísitala hækkar skuldir heimilanna. Hvert eitt prósent sem neysluvísitalan hækkar kostar heimilin 14 milljarða í hækkun verðtryggðra íbúðalána. Það er heldur ekki gott að neytendur séu að kaupa neysluvarning eins og bíla á lánum. Vextir af neyslulánum eru gríðarlega háir og varningurinn fellur hratt í verði eftir kaupin. Það er mun æskilegra að safna fyrir neysluvörum og staðgreiða þær,“ segir Frosti. Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Minnst fjögur bílaumboð hafa auglýst vaxtalaus bílalán að undanförnu, en BL reið á vaðið í síðustu viku og kynnti vaxta- og kostnaðarlaus lán til kaupa á nýjum bifreiðum hjá umboðinu.Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir í pistli á heimasíðu sinni að þegar betur sé að gáð séu vaxtalausu lánin alls ekki ókeypis. „Því „vaxtalaus“ lán frá bifreiðaumboði bjóðast bara þeim sem sætta sig við að fá ekki afslætti eða aukahluti í kaupbæti sem bjóðast þeim sem staðgreiða eða greiða með venjulegu bílaláni. Það geta vart talist góðir viðskiptahættir að auglýsa að lán sé vaxtalaust ef neytandinn greiðir ígildi vaxta með öðrum hætti,“ segir Frosti í pistlinum. Hann segir að í lögum um neytendalán sé skylda lögð á lánveitendur að birta lántakendum árlega hlutfallstölu kostnaðar, það er vexti, lántökukostnað, lántökugjöld, seðilgjöld og fleira. Ákvæðinu sé ætlað að auðvelda neytendum að gera samanburð á heildarkostnaði ólíkra lána og þannig stuðla að virkari samkeppni. „Bifreiðaumboð sem auglýsa vaxtalaus lán hafa mér vitanlega ekki birt lántakendum árlega hlutfallstölu kostnaðar af þeim lánum. Sé það ekki gert þarf að bæta úr því. Ég vil ekki trúa því að bifreiðaumboðin vilji sniðganga lög um neytendavernd. Vaxtalaus lán bílaumboða geta verið álíka óhagstæð og hefðbundin vaxtaberandi bílalán eins og þetta dæmi sýnir: Tiltekinn bíll er til sölu á listaverði sem er 10 milljónir króna. Afsláttur og aukahlutir sem bjóðast við staðgreiðslu eru metnir á samtals 800 þúsund krónur. Umboðið býður kaupanda vaxtalaust lán upp á 40% af verðinu til 3 ára, en þá býðst hvorki afsláttur né aukahlutir. Lánið er þá 4 milljónir og óbeinn kostnaður þess er 800 þúsund. Þetta vaxtalausa lán virðist meinleysislegt, en árleg hlutfallstala kostnaðar er samt heil 13%. Það er svipaður kostnaður og er á bílalánum sem bera vexti. Það er ekki góð þróun ef uppgefið söluverð bíla og annara neysluvara fer að innifela kostnað af vaxtalausu láni til einhverra ára. Það mun aðeins þýða að verðlag mun verða hærra en annars væri. Það mun svo hafa áhrif til hækkunar á neysluvísitölu og hærri neysluvísitala hækkar skuldir heimilanna. Hvert eitt prósent sem neysluvísitalan hækkar kostar heimilin 14 milljarða í hækkun verðtryggðra íbúðalána. Það er heldur ekki gott að neytendur séu að kaupa neysluvarning eins og bíla á lánum. Vextir af neyslulánum eru gríðarlega háir og varningurinn fellur hratt í verði eftir kaupin. Það er mun æskilegra að safna fyrir neysluvörum og staðgreiða þær,“ segir Frosti.
Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira