Ásgeir Trausti selur vel á iTunes 29. janúar 2014 15:48 Plata tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta, sem heitir In the Silence, hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum og er salan eftir því eins og sjá má á sölulistum efnisveitunnar iTunes. Platan er til að mynda í fyrsta sæti á lista iTunes yfir svokölluð Alternative Albums í Frakklandi, í öðru sæti í Hollandi og í þriðja sæti í Bretlandi og á Spáni. Þá hefur Ásgeir einnig átt góðu gengi að fagna í Japan, eins og Vísir hefur áður fjallað um, en In the Silence er í öðru sæti á japanska listanum. Athygli vekur að Íslendingar eiga tvo fulltrúa á japanska listanum, en plata Sigur Rósar, Kveikur, er þar í sjötta sæti. Þann 15. janúar kom Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann vann einnig verðlaunin. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. Í næsta mánuði fer Ásgeir ásamt félögum sínum í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National. Tónlist Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Plata tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta, sem heitir In the Silence, hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum og er salan eftir því eins og sjá má á sölulistum efnisveitunnar iTunes. Platan er til að mynda í fyrsta sæti á lista iTunes yfir svokölluð Alternative Albums í Frakklandi, í öðru sæti í Hollandi og í þriðja sæti í Bretlandi og á Spáni. Þá hefur Ásgeir einnig átt góðu gengi að fagna í Japan, eins og Vísir hefur áður fjallað um, en In the Silence er í öðru sæti á japanska listanum. Athygli vekur að Íslendingar eiga tvo fulltrúa á japanska listanum, en plata Sigur Rósar, Kveikur, er þar í sjötta sæti. Þann 15. janúar kom Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann vann einnig verðlaunin. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. Í næsta mánuði fer Ásgeir ásamt félögum sínum í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National.
Tónlist Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira