Sögusagnir höfðu verið um að eftirlifandi meðlimir hljómsveitarinnar goðsagnakenndu myndu koma fram á verðlaunahátíðinni, sem haldin var í nótt í 56. sinn, en þó hafði ekkert verið staðfest í þeim efnum. Það vakti því gríðarlega lukku þegar Starr og McCartney fluttu lagið.
Fyrr um kvöldið hafði Ringo Starr komið fram einn og sungið lagið Photograph.
Sjón er sögu ríkari.