Þegar laxinn tekur Bomberinn Karl Lúðvíksson skrifar 27. janúar 2014 13:04 Laxaþurrfluga Fyrir rétt tæpum tveimur áratugum stóð ég á bak við afgreiðsluborð í veiðiverslun og einn af þeim sem kíktu gjarnan í kaffibolla á þeim bænum var Pálmi Gunnarsson tónlistar- og veiðimaður. Ég tel mig lengi geta lært sitthvað nýtt í veiðiskap og tamdi mér það fyrir nokkrum árum að ætla mér alltaf að læra eitthvað nýtt á hverju sumri og er það ekki síst samtali sem ég átti við Pálma yfir kaffibolla að þakka. Við vorum að tala saman um veiðiskap og val á flugum við aðstæður sem geta oft verið öfgakenndar í ánum okkar. Tal okkar barst að á sem ég hef lengi haldið mikið uppá og veitt alloft en það er Fljótaá. Hún hefur uppá gífurlega skemmtilega veiðistaði að bjóða og þar af var einn staður sem var alltaf lax í en ég var búinn að reyna mikið að fá lax þarna en aldrei gengið, það var í veiðistaðnum Berghyl. Þegar ég sagði Pálma, sem þekkir ána mjög vel, frá raunum mínum sagði hann mér að prófa "Bomber". Ég hafði aldrei heyrt þetta nefnt við veiðar á Íslandi en var búinn að lesa um þetta í veiðiblöðum (nota bene þetta er fyrir tíma Google) og vissi að þetta voru menn að nota mikið í Alaska, Bresku Kolombíu og í Noregi með góðum árangri. Þessi fluga var því hnýtt á næsta hnýtingarkvöldi hjá mér og mínum veiðifélaga í nokkrum útgáfum og svo var bara beðið í tæpan mánuð en þá var hinn árlegi veiðitúr í Fljótaá á dagskrá. Þegar við vorum komnir norður ákváðum við að byrja strax í áðurnefndum Berghyl því ég var orðinn spenntur fyrir því að prófa þessa nýju flugu og vonandi að brjóta blað í veiðileysi mínu úr þessum annars ágæta veiðistað. Konráð veiðifélagi minn leyfði mér að byrja og það var Bomber undir. Í fyrsta kasti þegar ég kasta undan hólnum í átt að berginu hinum megin stekkur lax á fluguna en nær henni ekki. Í þriðja kasti gerist það sama. Ég var farinn að titra af spenningi þegar ég ákveð að stoppa, bíða í augnablik, klára eitt blys og kasta svo aftur. Ég blés á fluguna til að hún væri þurr og falskasta aðeins til að þurrka hana alveg. Hún dettur alveg upp við bergvegginn hinum megin við ánna og BANG það tekur lax! Ég missti hann og tvo aðra til á tæpum klukkutíma en mér var bara alveg sama. Þessi fluga og veiðiaðferðin svínvirkaði og ég hef notað þetta oft síðan þá og verð að mæla með því að menn prófi þessa aðferð. Ef þér finnst gaman að hitcha og ef þú hefur náð góðum tökum á því er þetta klárlega það sem þú verður að prófa næst. Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Fyrir rétt tæpum tveimur áratugum stóð ég á bak við afgreiðsluborð í veiðiverslun og einn af þeim sem kíktu gjarnan í kaffibolla á þeim bænum var Pálmi Gunnarsson tónlistar- og veiðimaður. Ég tel mig lengi geta lært sitthvað nýtt í veiðiskap og tamdi mér það fyrir nokkrum árum að ætla mér alltaf að læra eitthvað nýtt á hverju sumri og er það ekki síst samtali sem ég átti við Pálma yfir kaffibolla að þakka. Við vorum að tala saman um veiðiskap og val á flugum við aðstæður sem geta oft verið öfgakenndar í ánum okkar. Tal okkar barst að á sem ég hef lengi haldið mikið uppá og veitt alloft en það er Fljótaá. Hún hefur uppá gífurlega skemmtilega veiðistaði að bjóða og þar af var einn staður sem var alltaf lax í en ég var búinn að reyna mikið að fá lax þarna en aldrei gengið, það var í veiðistaðnum Berghyl. Þegar ég sagði Pálma, sem þekkir ána mjög vel, frá raunum mínum sagði hann mér að prófa "Bomber". Ég hafði aldrei heyrt þetta nefnt við veiðar á Íslandi en var búinn að lesa um þetta í veiðiblöðum (nota bene þetta er fyrir tíma Google) og vissi að þetta voru menn að nota mikið í Alaska, Bresku Kolombíu og í Noregi með góðum árangri. Þessi fluga var því hnýtt á næsta hnýtingarkvöldi hjá mér og mínum veiðifélaga í nokkrum útgáfum og svo var bara beðið í tæpan mánuð en þá var hinn árlegi veiðitúr í Fljótaá á dagskrá. Þegar við vorum komnir norður ákváðum við að byrja strax í áðurnefndum Berghyl því ég var orðinn spenntur fyrir því að prófa þessa nýju flugu og vonandi að brjóta blað í veiðileysi mínu úr þessum annars ágæta veiðistað. Konráð veiðifélagi minn leyfði mér að byrja og það var Bomber undir. Í fyrsta kasti þegar ég kasta undan hólnum í átt að berginu hinum megin stekkur lax á fluguna en nær henni ekki. Í þriðja kasti gerist það sama. Ég var farinn að titra af spenningi þegar ég ákveð að stoppa, bíða í augnablik, klára eitt blys og kasta svo aftur. Ég blés á fluguna til að hún væri þurr og falskasta aðeins til að þurrka hana alveg. Hún dettur alveg upp við bergvegginn hinum megin við ánna og BANG það tekur lax! Ég missti hann og tvo aðra til á tæpum klukkutíma en mér var bara alveg sama. Þessi fluga og veiðiaðferðin svínvirkaði og ég hef notað þetta oft síðan þá og verð að mæla með því að menn prófi þessa aðferð. Ef þér finnst gaman að hitcha og ef þú hefur náð góðum tökum á því er þetta klárlega það sem þú verður að prófa næst.
Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði