Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, var einu höggi frá því að öðlast takmarkaðan þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í Suður-Ameríku. Keppni á úrtökumótinu í Orlando lauk í dag.
Ólafur Björn spilaði lokahringinn í gær á 70 höggum líkt og hann gerði í gær. Aðeins fjórir kylfingar voru með betra skor á seinni tveimur hringjunum en síðustu kylfingarnir luku leik í dag. Skelfilegur annar hringur varð Ólafi Birni að falli en þá spilaði Ólafur Björn á 80 höggum.
„Niðurstaðan vissulega vonbrigði en miðað við spilamennskuna seinni part mótsins hef ég fulla ástæðu til að vera bjartsýnn,“ skrifar Ólafur Björn á Fésbókarsíðu sína. Ólafur hafnaði í 52. sæti á úrtökumótinu ásamt fleiri kylfingum. Lokastöðuna má sjá hér.
„Þegar á heildina er litið vantar mig einfaldlega aðeins meiri tíma til að aðlagast nýjum háttum og munu næstu vikur fara í að festa allt saman betur inn. Ég er á flottri leið og nú er bara að halda áfram að vinna markvisst að mínum markmiðum.“
Tveir frábærir hringir dugðu ekki til
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn

Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn



Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn

