KR-ingar hafa verið að endurheimta gamla leikmenn í kvennafótboltanum og Embla Sigríður Grétarsdóttir hefur ákveðið að spila með KR í B-deildinni í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.
Embla er 31 árs varnarmaður sem spilaði átta leiki með Val í Pepsi-deild kvenna síðasta sumar en það voru fyrstu deildarleikir hennar frá árinu 2011.
Embla lék 241 leik fyrir KR á árunum 1998 til 2009 og vann alls átta stóra titla með félaginu (fjóra Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla).
Embla kom til KR frá Sindra árið 1998 og á tólf ára ferli með Vesturbæjarliðinu skoraði hún 29 mörk í 241 leik með KR.
Hún er fimmti leikjahæsti KR-ingurinn samkvæmt fréttinni á heimasíðu KR og þar kemur fram að hún ætti að fara upp fyrir Hrefnu Huld Jóhannesdóttur (243 leikir) og Olgu Færseth (252 leikir) á þessu ári.
Embla komin aftur í KR eftir sex ára fjarveru
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn


Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn




Fleiri fréttir
