Kimono-tískusýning á Japanshátíð Freyr Bjarnason skrifar 1. febrúar 2014 07:00 Nemendur voru með uppákomu í Kringlunni þar sem þeir kynntu Japanshátíðina. Mynd/Gunnella Hin árlega Japanshátíð verður haldin á Háskólatorgi Háskóla Íslands í tíunda sinn í dag. Á meðal þess sem í boði verður má nefna japanska matargerðarlist, japanska skrautritun og kynningu á japanskri tungu og -menningu. Á aðalsviði Háskólatorgs verður haldin kimono-tískusýning í fyrsta sinn. „Við munum sýna japanska fatamenningu, frá því hefðbundnasta yfir í nútímaklæðnað. Við verðum með mjög fallega kimono, þar á meðal giftinga-kimono,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir, aðjúnkt í japönsku við HÍ. Þar verður einnig keppt um glæsilegasta og frumlegasta cosplay-búninginn en þeir eru byggðir á japönskum teiknimyndapersónum. „Þessi dagur hefur virkað afskaplega vel. Við höfum oft fengið að heyra frá nýjum nemendum að þeir hafi kynnst japanskri menningu í gegnum hátíðina. Hún er líka góður grundvöllur fyrir þá sem hafa gaman af japanskri menningu til að sýna sig og sjá aðra,“ segir Gunnella en um áttatíu manns hafa tekið þátt í undirbúningnum. Neðri hæð torgsins verður undirlögð af listum og leikjum þar sem gestum gefst færi á að nema manga-teikningu, spreyta sig á pappírsbrotalist (origami) sem og að spila og prófa færni sína með hefðbundnum japönskum barnaleikföngum. Gestir geta þannig kynnt sér japanska dægurmenningu og hvað hún hefur upp á að bjóða. Nemendur spila jafnframt úrval japanskrar tónlistar og ýmsar japanskar bardagaíþróttir verða kynntar. Á sviði Stúdentakjallarans geta gestir hlýtt á lifandi tónlist sem og prófað æsispennandi spurninga- og leikjakeppni að hætti Japana. Um níutíu nemendur stunda nám í japönsku við Háskóla Íslands og er deildin næstfjölmennasta tungumáladeild skólans á eftir ensku. „Okkur til furðu þá stækkar deildin endalaust,“ segir Gunnella. Fyrstu tvö ár námsins fara fram við HÍ en á þriðja árinu fara nemendur til Japans í skiptinám. Japanshátíðin stendur yfir frá kl. 13 til 17 í dag og er öllum opin. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hin árlega Japanshátíð verður haldin á Háskólatorgi Háskóla Íslands í tíunda sinn í dag. Á meðal þess sem í boði verður má nefna japanska matargerðarlist, japanska skrautritun og kynningu á japanskri tungu og -menningu. Á aðalsviði Háskólatorgs verður haldin kimono-tískusýning í fyrsta sinn. „Við munum sýna japanska fatamenningu, frá því hefðbundnasta yfir í nútímaklæðnað. Við verðum með mjög fallega kimono, þar á meðal giftinga-kimono,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir, aðjúnkt í japönsku við HÍ. Þar verður einnig keppt um glæsilegasta og frumlegasta cosplay-búninginn en þeir eru byggðir á japönskum teiknimyndapersónum. „Þessi dagur hefur virkað afskaplega vel. Við höfum oft fengið að heyra frá nýjum nemendum að þeir hafi kynnst japanskri menningu í gegnum hátíðina. Hún er líka góður grundvöllur fyrir þá sem hafa gaman af japanskri menningu til að sýna sig og sjá aðra,“ segir Gunnella en um áttatíu manns hafa tekið þátt í undirbúningnum. Neðri hæð torgsins verður undirlögð af listum og leikjum þar sem gestum gefst færi á að nema manga-teikningu, spreyta sig á pappírsbrotalist (origami) sem og að spila og prófa færni sína með hefðbundnum japönskum barnaleikföngum. Gestir geta þannig kynnt sér japanska dægurmenningu og hvað hún hefur upp á að bjóða. Nemendur spila jafnframt úrval japanskrar tónlistar og ýmsar japanskar bardagaíþróttir verða kynntar. Á sviði Stúdentakjallarans geta gestir hlýtt á lifandi tónlist sem og prófað æsispennandi spurninga- og leikjakeppni að hætti Japana. Um níutíu nemendur stunda nám í japönsku við Háskóla Íslands og er deildin næstfjölmennasta tungumáladeild skólans á eftir ensku. „Okkur til furðu þá stækkar deildin endalaust,“ segir Gunnella. Fyrstu tvö ár námsins fara fram við HÍ en á þriðja árinu fara nemendur til Japans í skiptinám. Japanshátíðin stendur yfir frá kl. 13 til 17 í dag og er öllum opin. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira