Ný vötn í Veiðikortinu Karl Lúðvíksson skrifar 9. febrúar 2014 11:28 Vorveiðin hefst 1. apríl Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Veiðikortið nýtur sífellt meiri vinsælda hjá stangveiðimönnum enda opnar kortið fyrir veiðimöguleika í vötnum um allt land. Á þessu ári bætast ið tvö ný vötn, Vestmannsvatn og Gíslholtsvatn. Gíslholtsvatn er í Holtahreppi í Rangárþingi í um 85 km fjarlægð frá Reykjavík. Í vatninu veiðist bæði bleikja og urriði sem getur orðið nokkuð vænn. Vestmannsvatn er á mörkum Reykjadals og Aðaldals í Suður Þingeyjarsýslu. Mikið er af fiski í vatninu og veiðimöguleikar þess vegna góðir fyrir alla fjölskylduna. Í vatninu er bæði urriði og bleikja. Vorveiðin hefur verið vinsæl í vatninu og margir veiðimenn sem gera sérstaklega út á það. Veiðikortið hefur uppfært heimasíðuna sína og þar er nú að finna mikið af upplýsingum um þau vötn sem eru í kortinu. Nú er rétt rúmur einn og hálfur mánuður í að vatnaveiðin hefjist svo það er um að gera að skoða svæðin sem verða í boði fyrir þá sem ætla út með stöngina 1. apríl. Stangveiði Mest lesið Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði 104 sm lax úr Laxá í Aðaldal Veiði Kuldinn hægir á laxinum Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Mikil ásókn í Elliðaárnar Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Nægt framboð af villtri gæs og önd fyrir hátíðarnar Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði
Veiðikortið nýtur sífellt meiri vinsælda hjá stangveiðimönnum enda opnar kortið fyrir veiðimöguleika í vötnum um allt land. Á þessu ári bætast ið tvö ný vötn, Vestmannsvatn og Gíslholtsvatn. Gíslholtsvatn er í Holtahreppi í Rangárþingi í um 85 km fjarlægð frá Reykjavík. Í vatninu veiðist bæði bleikja og urriði sem getur orðið nokkuð vænn. Vestmannsvatn er á mörkum Reykjadals og Aðaldals í Suður Þingeyjarsýslu. Mikið er af fiski í vatninu og veiðimöguleikar þess vegna góðir fyrir alla fjölskylduna. Í vatninu er bæði urriði og bleikja. Vorveiðin hefur verið vinsæl í vatninu og margir veiðimenn sem gera sérstaklega út á það. Veiðikortið hefur uppfært heimasíðuna sína og þar er nú að finna mikið af upplýsingum um þau vötn sem eru í kortinu. Nú er rétt rúmur einn og hálfur mánuður í að vatnaveiðin hefjist svo það er um að gera að skoða svæðin sem verða í boði fyrir þá sem ætla út með stöngina 1. apríl.
Stangveiði Mest lesið Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði 104 sm lax úr Laxá í Aðaldal Veiði Kuldinn hægir á laxinum Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Mikil ásókn í Elliðaárnar Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Nægt framboð af villtri gæs og önd fyrir hátíðarnar Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði