Kanadísku systurnar Justine og Chloe Dufour-Lapointe fengu gull og silfur í hólasvigi kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí.
Yngri systirin, Justine, vann gull en hún er nítján ára gömul. Hún fékk 22,44 stig í úrslitaumferðinni en Chloe lenti í smávægilegum vandræðum eftir síðara stökkið sitt og varð að sætta sig við silfur.
Hannah Kearny frá Bandaríkjunum fór síðust niður í úrslitunum en náði ekki að slá við systrunum, þar sem hún fór illa að ráði sínu í fyrra stökki ferðarinnar. Hún gerði þó nógu vel til að næla sér í brons.
Aiko Uemura endaði í fjórða sæti, rétt eins og á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum síðan.
Systur á verðlaunapalli í Sotsjí
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn






„Holan var of djúp“
Körfubolti
