Stjarnan missteig sig líka | Úrslit dagsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2014 18:03 Topplið Stjörnunnar tapaði aðeins sínu öðru stigi á tímabilinu í Olísdeild kvenna er liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn HK í Digranesi, 18-18. Fyrr í dag unnu Haukar afar óvæntan sigur á Val eins og lesa má um hér neðst í fréttinni og þess fyrir utan náðu Fylkisstúlkur að standa í Íslandsmeisturum Fram í Árbænum. HK hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 11-7, en leikar jöfnuðust í síðari hálfleik. Stjarnan komst svo yfir, 17-16, þegar fimm mínútur eftir en þá tóku HK-ingar sig til og skoruðu tvö mörk í röð. Lokamínútan var svo æsispennandi. Stjarnan náði að fiska víti og tvo leikmenn HK út af í sömu sókninni en Garðbæingar skoruðu úr vítinu og jöfnuðu metin. HK-ingar héldu í sókn en töpuðu boltanum. Stjarnan tók þá leikhlé og höfðu sjö sekúndur til að tryggja sér sigur. Hanna G. Stefánsdóttir kom sér í færi í horninu en lét góðan markvörð HK, Ólöfu Kolbrúnu Ragnarsdóttur, verja frá sér.Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, var ánægður með úrslitin. „Við erum auðvitað pínulítið svekkt að hafa ekki klárað leikinn eftir að hafa verið í svo góðri stöðu en að sama skapi hefði Stjarnan vel getað unnið leikinn,“ sagði Hilmar við Vísi í dag. Það var ekki mikið skorað í dag en báðir markverðir liðanna, Ólöf Kolbrún og Florentina Stanciu hjá Stjörnunni, áttu góðan dag. „Við spiluðum frábæra 3-2-1 vörn í dag og þegar Stjarnan skipti yfir í 4-2 vörn í seinni hálfleik komust þær inn í leikinn.“ HK er í áttunda sæti deildarinnar með tólf stig en átta lið komast í úrslitakeppni deildarinnar í vor. KA/Þór er í níunda sæti með tíu stig eftir jafntefli gegn FH, 21-21. ÍBV og Grótta unnu svo örugga sigra í sínum leikjum.Úrslit dagsins:ÍBV - Afturelding 37-24 (18-11)Mörk ÍBV: Vera Lopes 8, Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Ester Óskarsdóttir 6, Díana Dögg Magnúsdóttir 5, Arna Þyrí Ólafsdóttir 4, Sandra Dís Sigurðardóttir 3, Telma Amado 2, Bryndís Jónsdóttir 1, Selma Sigurbjörnsdóttir 1, Kristrún Hlynsdóttir 1.Mörk Aftureldingar: Hekla Daðadóttir 9, Telma Frímannsdóttir 5, Sara Kristjánsdóttir 4, Monika Budai 3, Tanja Þorvaldsdóttir 1, Vigdís Brandsdóttir 1, Dagný Birgisdóttir 1.Valur - Haukar 27-31 (14-16)Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 10, Rebekka Rut Skúladóttir 4, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4, Karólína B. Lárudóttir 3, Aðalheiður Hreinsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 3.Mörk Hauka: Marija Gedroit 11, Karen Helga Díönudóttir 6, Viktoría Valdimarsdóttir 4, Gunnhildur Pétursdóttir 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Agnes Ósk Egilsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 1.KA/Þór - FH 21-21 (11-11)Mörk KA/Þórs: Birta Fönn Sveinsdóttir 8, Katrín Vilhjálmsdóttir 6, Martha Hermannsdóttir 2, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 2, Laufey Lára Höskuldsdóttir 1, Klara Fanney Stefánsdóttir 1, Arna Kristín Einarsdóttir 1.Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 7, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Aníta Mjöll Ægisdóttir 3, Rakel Sigurðardóttir 3, Elín Anna Baldursdóttir 2, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 1.Fylkir - Fram 21-23 (10-8)Mörk Fylkis: Thea Imani Sturludóttir 9, Patricia Szölösi 4, Vera Pálsdóttir 3, Auður Guðbjörg Pálsdóttir 3, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Júlíja Zukovska 1.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Hildur Marín Andrésdóttir 3, Hekla Rún Ámundadóttir 3, Marthe Sördal 3, María Karlsdóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Karólína Vilborg Torfadóttir 1.Grótta - Selfoss 35-18 (15-9)Mörk Gróttu: Lene Burmo 12, Unnur Ómarsdóttir 7, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir 4, Tinna Laxdal 3, Sigrún Birna Arnarsdóttir 2, Anett Köbli 1, Elín Helga Lárusdóttir 1.Mörk Selfoss: Kara Rún Árnadóttir 6, Hildur Öder Einarsdóttir 4, Carmen Palamariu 4, Thelma Sif Kristjánsdóttir 1, Helga Rún Einarsdóttir 1, Heiða Björk Eiríksdóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1.HK - Stjarnan 18-18 (11-7) Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Topplið Stjörnunnar tapaði aðeins sínu öðru stigi á tímabilinu í Olísdeild kvenna er liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn HK í Digranesi, 18-18. Fyrr í dag unnu Haukar afar óvæntan sigur á Val eins og lesa má um hér neðst í fréttinni og þess fyrir utan náðu Fylkisstúlkur að standa í Íslandsmeisturum Fram í Árbænum. HK hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 11-7, en leikar jöfnuðust í síðari hálfleik. Stjarnan komst svo yfir, 17-16, þegar fimm mínútur eftir en þá tóku HK-ingar sig til og skoruðu tvö mörk í röð. Lokamínútan var svo æsispennandi. Stjarnan náði að fiska víti og tvo leikmenn HK út af í sömu sókninni en Garðbæingar skoruðu úr vítinu og jöfnuðu metin. HK-ingar héldu í sókn en töpuðu boltanum. Stjarnan tók þá leikhlé og höfðu sjö sekúndur til að tryggja sér sigur. Hanna G. Stefánsdóttir kom sér í færi í horninu en lét góðan markvörð HK, Ólöfu Kolbrúnu Ragnarsdóttur, verja frá sér.Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, var ánægður með úrslitin. „Við erum auðvitað pínulítið svekkt að hafa ekki klárað leikinn eftir að hafa verið í svo góðri stöðu en að sama skapi hefði Stjarnan vel getað unnið leikinn,“ sagði Hilmar við Vísi í dag. Það var ekki mikið skorað í dag en báðir markverðir liðanna, Ólöf Kolbrún og Florentina Stanciu hjá Stjörnunni, áttu góðan dag. „Við spiluðum frábæra 3-2-1 vörn í dag og þegar Stjarnan skipti yfir í 4-2 vörn í seinni hálfleik komust þær inn í leikinn.“ HK er í áttunda sæti deildarinnar með tólf stig en átta lið komast í úrslitakeppni deildarinnar í vor. KA/Þór er í níunda sæti með tíu stig eftir jafntefli gegn FH, 21-21. ÍBV og Grótta unnu svo örugga sigra í sínum leikjum.Úrslit dagsins:ÍBV - Afturelding 37-24 (18-11)Mörk ÍBV: Vera Lopes 8, Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Ester Óskarsdóttir 6, Díana Dögg Magnúsdóttir 5, Arna Þyrí Ólafsdóttir 4, Sandra Dís Sigurðardóttir 3, Telma Amado 2, Bryndís Jónsdóttir 1, Selma Sigurbjörnsdóttir 1, Kristrún Hlynsdóttir 1.Mörk Aftureldingar: Hekla Daðadóttir 9, Telma Frímannsdóttir 5, Sara Kristjánsdóttir 4, Monika Budai 3, Tanja Þorvaldsdóttir 1, Vigdís Brandsdóttir 1, Dagný Birgisdóttir 1.Valur - Haukar 27-31 (14-16)Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 10, Rebekka Rut Skúladóttir 4, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4, Karólína B. Lárudóttir 3, Aðalheiður Hreinsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 3.Mörk Hauka: Marija Gedroit 11, Karen Helga Díönudóttir 6, Viktoría Valdimarsdóttir 4, Gunnhildur Pétursdóttir 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Agnes Ósk Egilsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 1.KA/Þór - FH 21-21 (11-11)Mörk KA/Þórs: Birta Fönn Sveinsdóttir 8, Katrín Vilhjálmsdóttir 6, Martha Hermannsdóttir 2, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 2, Laufey Lára Höskuldsdóttir 1, Klara Fanney Stefánsdóttir 1, Arna Kristín Einarsdóttir 1.Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 7, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Aníta Mjöll Ægisdóttir 3, Rakel Sigurðardóttir 3, Elín Anna Baldursdóttir 2, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 1.Fylkir - Fram 21-23 (10-8)Mörk Fylkis: Thea Imani Sturludóttir 9, Patricia Szölösi 4, Vera Pálsdóttir 3, Auður Guðbjörg Pálsdóttir 3, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Júlíja Zukovska 1.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Hildur Marín Andrésdóttir 3, Hekla Rún Ámundadóttir 3, Marthe Sördal 3, María Karlsdóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Karólína Vilborg Torfadóttir 1.Grótta - Selfoss 35-18 (15-9)Mörk Gróttu: Lene Burmo 12, Unnur Ómarsdóttir 7, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir 4, Tinna Laxdal 3, Sigrún Birna Arnarsdóttir 2, Anett Köbli 1, Elín Helga Lárusdóttir 1.Mörk Selfoss: Kara Rún Árnadóttir 6, Hildur Öder Einarsdóttir 4, Carmen Palamariu 4, Thelma Sif Kristjánsdóttir 1, Helga Rún Einarsdóttir 1, Heiða Björk Eiríksdóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1.HK - Stjarnan 18-18 (11-7)
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn