Sérstök Bítlavika er hjá Letterman núna í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin síðan hljómsveitin þreytti frumraun sína í þætti Ed Sullivan.
Broken Bells fluttu And I Love Her og I Am the Walrus á mánudag og Sting söng Drive My Car á þriðjudag. Þá mun Lauryn Hill ljúka vikunni á föstudag en það mun vera í fyrsta sinn sem hún kemur fram í sjónvarpi í þrjú ár.