Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, var hæstánægður með öruggan sigur síns liðs á ÍBV í fjórðungsúrslitum Coca-Cola bikar kvenna i kvöld, 27-20.
Eins og fjallað er um hér að neðan var sigurinn öruggur en með honum náði Valur að hefna fyrir tap í deildarleik í Vestmannaeyjum í síðasta mánuði.
„Eftir leikinn var sagt að þær hefðu farið inn í klefa og sagst hafa valtað yfir okkur. Við fórum inn í okkar klefa, fengum lánaðan Austin Mini og unnum þær,“ sagði Stefán við Vísi eftir leikinn.
Stefán: Fengum lánaðan Austin Mini

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur-ÍBV 27-20 | Bikarmeistararnir í höllina
Bikarmeistarar Vals tryggðu sér sæti í undanúrslitum Coca-Cola bikarkeppni kvenna með öruggum sigri á ÍBV á heimavelli í kvöld.