Miley þótti gríðarlega góð í þættinum sem samanstóð af fjölbreyttum tónlistaratriðum.
Þó voru ekki öll atriðin sett í þáttinn, en eitt þeirra atriða sem ekki fór í loftið var útgáfa poppstjörnunnar ungu á lagi Arctic Monkeys, Why'd You Only Call Me When You're High?
Myndbandið af flutningnum er ekki aðgengilegt á vefnum, en lagið rataði í áttunda sæti á topplista í Bretlandi, UK Singles Chart.
Hér að neðan má hlusta á lagið.