Bjarni Júlíusson gefur ekki kost á sér til Formanns SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 3. febrúar 2014 21:15 Bjarni Júlíusson á góðri stund Mynd: www.svfr.is Það styttist í aðalfund SVFR en hann fer fram 27. febrúar og það mun koma í ljós á þeim fundi hver næsti formaður SVFR verður því núverandi formaður mun ekki gefa kost á sér áfram. Á komandi aðalfundi félagsins verður kosið um nýjan formann til eins árs og þriggja stjórnarmanna til tveggja ára. Bjarni Júlíusson núverandi formaður félagsins mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn og sendi hann frá sér þessa yfirlýsingu í dag. "Kæru félagar ! Nú þegar líður að lokum þessa starfsárs og styttist í aðalfund félagsins þá vil ég kynna ykkur þá ákvörðun mína að ég hyggst ekki gefa kost á mér til endurkjörs sem formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur á aðalfundinum. Ég var formaður 2004 – 2007 þegar allt lék í lyndi og þá var auðvelt að stýra félaginu. Síðustu þrjú árin hafa hins vegar verið talsvert erfiðari. Ég var kallaður aftur til verks árið 2010 í kjölfar bankahrunsins sem kom mjög illa við Stangaveiðifélag Reykjavíkur, ekki síður en landsmenn alla. Ætlunin var að sinna þessu verkefni í eitt ár eða svo og koma félaginu okkar aftur á réttan kjöl eftir mjög erfiða tíma. Ég var reiðubúinn að einhenda mér í þetta eins árs verkefni af því mér finnst vænt um Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Félagið er mjög merkilegt, á sér langa og farsæla sögu, og ákaflega nauðsynlegt fyrir stangaveiðimenn. Það er gríðarlega áríðandi að veiðimenn eigi sér öflugan málsvara og SVFR hefur svo sannarlega látið til sín taka í gegnum tíðina. Árin urðu reyndar þrjú og sannast sagna hefur þetta verið mjög erfiður tími. Félagið hefur gengið í gegnum ýmsar hremmingar, aflabrest, stórminnkandi spurn eftir veiðileyfum, ásamt oft á tíðum flóknum samskiptum við veiðiréttareigendur. Allt hefur þetta samt gengið, þótt ég hefði gjarnan viljað sjá skútuna réttast hraðar og fyrr við en raunin hefur orðið. En það sem mest er um vert er að félagið hefur staðið þetta af sér. Þó við komum laskaðir út úr síðasta ári, þá nú virðist nokkuð bjart framundan. Sala veiðileyfa er með ágætum fyrir komandi sumar og nú er færi til að byggja upp og ná fyrri styrk að nýju. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim sem lagt hafa Stangaveiðifélagi Reykjavíkur lið á liðnum árum og unnið með okkur að uppbyggingu félagsins. Þó þetta hafi verið erfiður tími, þá er það alltaf gefandi að vinna með góðu fólki að hugðarefnum sínum og þrátt fyrir alla erfiðleika þá mun ég ætíð minnast þessa tíma með hlýhug. Að lokum hvet ég félagsmenn alla til að fylkja sér að baki félaginu sínu og beina öllum sínum viðskiptum þangað! Bjarni Júlíusson" Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Það styttist í aðalfund SVFR en hann fer fram 27. febrúar og það mun koma í ljós á þeim fundi hver næsti formaður SVFR verður því núverandi formaður mun ekki gefa kost á sér áfram. Á komandi aðalfundi félagsins verður kosið um nýjan formann til eins árs og þriggja stjórnarmanna til tveggja ára. Bjarni Júlíusson núverandi formaður félagsins mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn og sendi hann frá sér þessa yfirlýsingu í dag. "Kæru félagar ! Nú þegar líður að lokum þessa starfsárs og styttist í aðalfund félagsins þá vil ég kynna ykkur þá ákvörðun mína að ég hyggst ekki gefa kost á mér til endurkjörs sem formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur á aðalfundinum. Ég var formaður 2004 – 2007 þegar allt lék í lyndi og þá var auðvelt að stýra félaginu. Síðustu þrjú árin hafa hins vegar verið talsvert erfiðari. Ég var kallaður aftur til verks árið 2010 í kjölfar bankahrunsins sem kom mjög illa við Stangaveiðifélag Reykjavíkur, ekki síður en landsmenn alla. Ætlunin var að sinna þessu verkefni í eitt ár eða svo og koma félaginu okkar aftur á réttan kjöl eftir mjög erfiða tíma. Ég var reiðubúinn að einhenda mér í þetta eins árs verkefni af því mér finnst vænt um Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Félagið er mjög merkilegt, á sér langa og farsæla sögu, og ákaflega nauðsynlegt fyrir stangaveiðimenn. Það er gríðarlega áríðandi að veiðimenn eigi sér öflugan málsvara og SVFR hefur svo sannarlega látið til sín taka í gegnum tíðina. Árin urðu reyndar þrjú og sannast sagna hefur þetta verið mjög erfiður tími. Félagið hefur gengið í gegnum ýmsar hremmingar, aflabrest, stórminnkandi spurn eftir veiðileyfum, ásamt oft á tíðum flóknum samskiptum við veiðiréttareigendur. Allt hefur þetta samt gengið, þótt ég hefði gjarnan viljað sjá skútuna réttast hraðar og fyrr við en raunin hefur orðið. En það sem mest er um vert er að félagið hefur staðið þetta af sér. Þó við komum laskaðir út úr síðasta ári, þá nú virðist nokkuð bjart framundan. Sala veiðileyfa er með ágætum fyrir komandi sumar og nú er færi til að byggja upp og ná fyrri styrk að nýju. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim sem lagt hafa Stangaveiðifélagi Reykjavíkur lið á liðnum árum og unnið með okkur að uppbyggingu félagsins. Þó þetta hafi verið erfiður tími, þá er það alltaf gefandi að vinna með góðu fólki að hugðarefnum sínum og þrátt fyrir alla erfiðleika þá mun ég ætíð minnast þessa tíma með hlýhug. Að lokum hvet ég félagsmenn alla til að fylkja sér að baki félaginu sínu og beina öllum sínum viðskiptum þangað! Bjarni Júlíusson"
Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði