Mikið af ósannindum um urriðaveiðina í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 2. febrúar 2014 11:33 Tommi Za með flottann urriða úr Þingvallavatni sem var að sjálfsögðu sleppt aftur Mynd: Lilja Óla Mikið af sögusögnum, getgátum og röngum fréttaflutning hefur einkennt umræðu um veiði í Þingvallavatni síðustu vikur. Eftir að nýr leigutaki tók við landinu sem liggur að Þorsteinsvík og Ölfusvatnsvík hafa sögusagnir verið þess efnis að veiðileyfin kosti nú hundruð þúsunda og skilyrt sé að kaupa alla þjónustu af Ion Hóteli sem í dag hefur svæðið á leigu. Eftir stutta eftirgrennslan kemur í ljós að leyfin eru langt því frá að vera verðlögð dýrt miðað við gæðin á veiðinni enda er líklega um eitt besta stórurriðasvæði í heiminum að ræða. Veitt er frá sjö á morgnanna til ellefu á kvöldin og skilyrt að öllum urriða sé sleppt en bleikjuna má hirða. Eingöngu er leyft að veiða á flugu og óski menn eftir leiðsögumanni er hægt að bóka hann hjá Ion Hótelum. Ion Hótel bjóða meðal annars uppá þá þjónustu að elda silungin fyrir veiðimenn gegn vægu gjaldi að lokinni veiði samdægurs, sem er þrælsniðug hugmynd fyrir erlenda veiðimenn. Einungis eru leyfðar 4 stangir og verðskráin er sem segir:frá 1. Apríl er dagurinn á 15.000 Kr frá 1. maí kosstar dagurinn 25.000 krfrá 1. júní - 15. júní er veiðileyfi á 15.00015. júní - 15. september lækkar leyfið í 5.000"Við höfum orðið vör við spennu og ósannar sögusagnir um verðlag og aðkomu okkar að þessu svæði sem mér heyrist byggjast hvað helst á orðrómi þeirra sem hafa hingað til verið að nýta sér svæðið í leyfisleysi sem er afskaplega sorglegt. Veiði á þessu svæði er á heimsvísu og þarf að hlúa vel að til þess að áframhaldandi veiði geti þrifist - þ.a.l munum við leggja áherslu á að öllum urriða sé sleppt - aðeins verði notuð fluga og að ekki sé verið að veiða utan veiðitíma. Við munum ráða veiðiverði til þess að fylgjast með svæðinu" segir Sigurlaug Sverrisdóttir eigandi Ion hótels þegar við ræddum við hana um þær sögusagnir sam hafa verið í gangi í veiðiheiminum um svæðið. "Það má endilega taka það fram að við bjóðum íslendinga hjartanlega velkomna til að tryggja sér veiðileyfi í sumar - við erum rétt í þessu að opna fyrir bókanir við bjóðum einnig þeim íslendingum sem vilja veiða lengur en einn dag að koma og njóta 30% afsláttar af gistingu á ION + 15% af full board menu" bætti Sigurlaug við.Vonandi leiðréttir þetta þann misskilning sem hefur verið á lofti og verður jafnframt hvatning fyrir veiðimenn að kanna málin áður en fyrsta sögusögn er gripin á lofti. Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Mikið af sögusögnum, getgátum og röngum fréttaflutning hefur einkennt umræðu um veiði í Þingvallavatni síðustu vikur. Eftir að nýr leigutaki tók við landinu sem liggur að Þorsteinsvík og Ölfusvatnsvík hafa sögusagnir verið þess efnis að veiðileyfin kosti nú hundruð þúsunda og skilyrt sé að kaupa alla þjónustu af Ion Hóteli sem í dag hefur svæðið á leigu. Eftir stutta eftirgrennslan kemur í ljós að leyfin eru langt því frá að vera verðlögð dýrt miðað við gæðin á veiðinni enda er líklega um eitt besta stórurriðasvæði í heiminum að ræða. Veitt er frá sjö á morgnanna til ellefu á kvöldin og skilyrt að öllum urriða sé sleppt en bleikjuna má hirða. Eingöngu er leyft að veiða á flugu og óski menn eftir leiðsögumanni er hægt að bóka hann hjá Ion Hótelum. Ion Hótel bjóða meðal annars uppá þá þjónustu að elda silungin fyrir veiðimenn gegn vægu gjaldi að lokinni veiði samdægurs, sem er þrælsniðug hugmynd fyrir erlenda veiðimenn. Einungis eru leyfðar 4 stangir og verðskráin er sem segir:frá 1. Apríl er dagurinn á 15.000 Kr frá 1. maí kosstar dagurinn 25.000 krfrá 1. júní - 15. júní er veiðileyfi á 15.00015. júní - 15. september lækkar leyfið í 5.000"Við höfum orðið vör við spennu og ósannar sögusagnir um verðlag og aðkomu okkar að þessu svæði sem mér heyrist byggjast hvað helst á orðrómi þeirra sem hafa hingað til verið að nýta sér svæðið í leyfisleysi sem er afskaplega sorglegt. Veiði á þessu svæði er á heimsvísu og þarf að hlúa vel að til þess að áframhaldandi veiði geti þrifist - þ.a.l munum við leggja áherslu á að öllum urriða sé sleppt - aðeins verði notuð fluga og að ekki sé verið að veiða utan veiðitíma. Við munum ráða veiðiverði til þess að fylgjast með svæðinu" segir Sigurlaug Sverrisdóttir eigandi Ion hótels þegar við ræddum við hana um þær sögusagnir sam hafa verið í gangi í veiðiheiminum um svæðið. "Það má endilega taka það fram að við bjóðum íslendinga hjartanlega velkomna til að tryggja sér veiðileyfi í sumar - við erum rétt í þessu að opna fyrir bókanir við bjóðum einnig þeim íslendingum sem vilja veiða lengur en einn dag að koma og njóta 30% afsláttar af gistingu á ION + 15% af full board menu" bætti Sigurlaug við.Vonandi leiðréttir þetta þann misskilning sem hefur verið á lofti og verður jafnframt hvatning fyrir veiðimenn að kanna málin áður en fyrsta sögusögn er gripin á lofti.
Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði