Ertu búinn að kíkja í kistuna? Karl Lúðvíksson skrifar 19. febrúar 2014 20:15 Nú er ekki nema rétt rúmur mánuður í að veiðin hefjist en nokkur vatnasvæði opna sem endranær 1. apríl og ef veður verður hagstætt má reikna með því að margir veiðimenn fari út og kasti agni fyrir fisk. Ef eitthvað veiðist fer aflinn annað hvort beint á pönnuna eða í frystikistuna og það er einmitt þegar hún er opnuð á vorin sem ýmislegt kemur í ljós. Það er því miður of algengt, þó þetta hafi vonandi skánað með árunum, að fiski sé hent úr frystikistum á hverju vori. Undirritaður hefur einu sinni verið í þeirri stöðu að þurfa að henda fiski úr frystinum að vori og var það gert með mikilli eftirsjá og loforði um að gera slíkt aldrei aftur. Við það hefur verið staðið. Í dag eru 20-25 laxar hirtir og fara þeir í reyk og graf en mest er eldað fyrir góða gesti og notað í sushi. Silungur er stundum á borðum líka og ætli það séu ekki 30-50 silungar eldaðir eða settir í reyk á ári á þessu heimili, já þetta heimilisfólk mitt er mikið fyrir aflann sem við veiðum. Það þurfti þó að koma upp kerfi sem tryggði að fiskurinn var borðaður í nokkuð réttri röð, þ.e.a.s. að t.d. lax sem veiddist að vori er snæddur fyrstur að hausti og svo framvegis. Ástæðan fyrir þessu er sú að lax og silungur hefur ekki endalausan geymslutíma í frosti þó sumir haldi annað. Almennt er það reglan að sé búið að taka innan úr fiskinum á hann að geymast í allt að 5-6 mánuði, eftir það fara að koma í hann frostskemmdir og hefur það mikil áhrif á gæði fisksins til hins verra. Það þurfti því að gera þetta einfalt til að hægt væri að taka fiskinn upp í réttri röð og lausnin var einföld. Keyptir voru þrír litir af límbandi og límt á laxaplastið til auðkenningar. Blátt þýðir að fiskurinn er veiddur í maí-júní, grænt þýðir að fiskurinn er veiddur í júlí-ágúst og gult þýðir að fiskurinn er veiddur eftir það. Með þessu er fiskurinn tekinn upp í réttri röð og gæðin því alltaf eins góð og þau verða. Þegar frystikistan var opnuð í gær voru 7 laxar eftir, allir með gulu límbandi þannig að það er smá tími til stefnu til að borða þessa. Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Nú er ekki nema rétt rúmur mánuður í að veiðin hefjist en nokkur vatnasvæði opna sem endranær 1. apríl og ef veður verður hagstætt má reikna með því að margir veiðimenn fari út og kasti agni fyrir fisk. Ef eitthvað veiðist fer aflinn annað hvort beint á pönnuna eða í frystikistuna og það er einmitt þegar hún er opnuð á vorin sem ýmislegt kemur í ljós. Það er því miður of algengt, þó þetta hafi vonandi skánað með árunum, að fiski sé hent úr frystikistum á hverju vori. Undirritaður hefur einu sinni verið í þeirri stöðu að þurfa að henda fiski úr frystinum að vori og var það gert með mikilli eftirsjá og loforði um að gera slíkt aldrei aftur. Við það hefur verið staðið. Í dag eru 20-25 laxar hirtir og fara þeir í reyk og graf en mest er eldað fyrir góða gesti og notað í sushi. Silungur er stundum á borðum líka og ætli það séu ekki 30-50 silungar eldaðir eða settir í reyk á ári á þessu heimili, já þetta heimilisfólk mitt er mikið fyrir aflann sem við veiðum. Það þurfti þó að koma upp kerfi sem tryggði að fiskurinn var borðaður í nokkuð réttri röð, þ.e.a.s. að t.d. lax sem veiddist að vori er snæddur fyrstur að hausti og svo framvegis. Ástæðan fyrir þessu er sú að lax og silungur hefur ekki endalausan geymslutíma í frosti þó sumir haldi annað. Almennt er það reglan að sé búið að taka innan úr fiskinum á hann að geymast í allt að 5-6 mánuði, eftir það fara að koma í hann frostskemmdir og hefur það mikil áhrif á gæði fisksins til hins verra. Það þurfti því að gera þetta einfalt til að hægt væri að taka fiskinn upp í réttri röð og lausnin var einföld. Keyptir voru þrír litir af límbandi og límt á laxaplastið til auðkenningar. Blátt þýðir að fiskurinn er veiddur í maí-júní, grænt þýðir að fiskurinn er veiddur í júlí-ágúst og gult þýðir að fiskurinn er veiddur eftir það. Með þessu er fiskurinn tekinn upp í réttri röð og gæðin því alltaf eins góð og þau verða. Þegar frystikistan var opnuð í gær voru 7 laxar eftir, allir með gulu límbandi þannig að það er smá tími til stefnu til að borða þessa.
Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði