Uppgjör á Sónar Reykjavík 18. febrúar 2014 18:02 Kristín Larsdóttir Dahl og Hafrún Alda Karlsdóttir hjá Bast magazine komu alla leið frá Kaupmannahöfn til að fara á Sónar, sem haldið var um helgina. „Við þjófstörtuðum festivalinu og héldum Bast magazine x Grotta Zine upphitunarpartý á Paloma á miðvikudagskvöldinu. Það komu um 300 eða 400 manns og það var tryllt stuð allan tímann,“ segir Hafrún, en þetta er í fyrsta skipti sem Bast fer á Sónar Reykjavík. „Við erum ótrúlega ánægðar, hátíðin stóðst allar okkar væntingar og meira en það. Við komum pottþétt aftur að ári liðnu,“ bætir hún við.Kristín Larsdóttir Dahl og Hafrún Alda KarlsdóttirAð sögn Hafrúnar og Kristínar voru mörg atriði sem stóðu uppúr. „HE, James Holden, Gusgus, Starwalker, Kölsh, When Saints go Machine, Cell7, John Hopkins og Bonobo voru öll tryllt,“ segir Kristín og bætir við að bílakjallarinn hafi komið sér reglulega á óvart. „Bílakjallarinn var algjör snilld en þar sáum við til dæmis Evian Christ, Kenton slash Demon og DJ Yamaho. Svo má ekki gleyma Hermigervli sem er algjör partí-stuðpinni.“Á tónleikum GusGus En er Sónar skemmtilegri en Hróaskelda? „Það er erfitt að bera þessar hátíðir saman. Sónar Reykjavík fókuserar náttúrlega meira á raftónlist og eru með fleiri íslenska og óþekkta tónlistarmenn á uppleið sem okkur hjá Bast magazine finnst alltaf spennandi að fá að fylgjast með. Hróaskelda er stór útihátið með allt mögulegt í boði fyrir alla sem er líka alltaf ótrúlega gaman að kíkja á. Við mælum með að fólk kíkji á sem flest tónlistar festivöl því það er ekkert skemmtilegra en að dansa við góða tónlist með skemmtilegu fólki og uppgötva nýja tónlist í leiðinni,“ segir Kristín.Fleiri myndir og nánari umfjöllun um Sónar má sjá hér.Ágústa SveinsdóttirRósa Birgitta ÍsfeldÓðinn Bjarni Hammer og Róbert Róbertsson Sónar Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Kristín Larsdóttir Dahl og Hafrún Alda Karlsdóttir hjá Bast magazine komu alla leið frá Kaupmannahöfn til að fara á Sónar, sem haldið var um helgina. „Við þjófstörtuðum festivalinu og héldum Bast magazine x Grotta Zine upphitunarpartý á Paloma á miðvikudagskvöldinu. Það komu um 300 eða 400 manns og það var tryllt stuð allan tímann,“ segir Hafrún, en þetta er í fyrsta skipti sem Bast fer á Sónar Reykjavík. „Við erum ótrúlega ánægðar, hátíðin stóðst allar okkar væntingar og meira en það. Við komum pottþétt aftur að ári liðnu,“ bætir hún við.Kristín Larsdóttir Dahl og Hafrún Alda KarlsdóttirAð sögn Hafrúnar og Kristínar voru mörg atriði sem stóðu uppúr. „HE, James Holden, Gusgus, Starwalker, Kölsh, When Saints go Machine, Cell7, John Hopkins og Bonobo voru öll tryllt,“ segir Kristín og bætir við að bílakjallarinn hafi komið sér reglulega á óvart. „Bílakjallarinn var algjör snilld en þar sáum við til dæmis Evian Christ, Kenton slash Demon og DJ Yamaho. Svo má ekki gleyma Hermigervli sem er algjör partí-stuðpinni.“Á tónleikum GusGus En er Sónar skemmtilegri en Hróaskelda? „Það er erfitt að bera þessar hátíðir saman. Sónar Reykjavík fókuserar náttúrlega meira á raftónlist og eru með fleiri íslenska og óþekkta tónlistarmenn á uppleið sem okkur hjá Bast magazine finnst alltaf spennandi að fá að fylgjast með. Hróaskelda er stór útihátið með allt mögulegt í boði fyrir alla sem er líka alltaf ótrúlega gaman að kíkja á. Við mælum með að fólk kíkji á sem flest tónlistar festivöl því það er ekkert skemmtilegra en að dansa við góða tónlist með skemmtilegu fólki og uppgötva nýja tónlist í leiðinni,“ segir Kristín.Fleiri myndir og nánari umfjöllun um Sónar má sjá hér.Ágústa SveinsdóttirRósa Birgitta ÍsfeldÓðinn Bjarni Hammer og Róbert Róbertsson
Sónar Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira