Leikstjórinn Spike Jonze og söngkona the Yeah Yeah Yeahs, Karen O, komu saman í útvarpsþættinum Morning Becomes Eclectic og sungu lagið The Moon Song, sem hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna í ár, en lagið er úr kvikmyndinni Her. K.K. Barrett, sem vann einnig að kvikmyndinni, spilaði undir með fyrrverandi parinu.
Spike og Karen sömdu lagið saman og munu koma til með að flytja það á Óskarsverðlaunahátíðinni í næsta mánuði.