Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er í forystu á Northern Trust-mótinu í golfi eftir fyrsta keppnisdag.
Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og fer fram í Kaliforníu en Johnson fór fyrsta hringinn á 66 höggum eða fimm höggum undir pari.
Heill her manna fylgir fast á hæla hans en ellefu menn fóru hringinn í gær á 67 höggum og deila öðru sætinu.
Þar á meðal eru Ítalinn Francesco Molinar, Suður-Kóreumaðurinn Sang-Moon Bae og Jimmy Walker frá Bandaríkjunum.
Ian Poulter frá Englandi og Belginn Nicolas Colsaerts áttu ekki góðan dag en þeir eru á einu höggi yfir pari.
Hér má sjá heildarstöðuna á mótinu eftir fyrsta hring en allir keppnisdagarnir eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Dustin Johnson efstur eftir fyrsta keppnisdag

Mest lesið


Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn



Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn



Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti


„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti