Rokkið réttir úr kútnum 12. febrúar 2014 13:53 Arctic Monkeys hafa verið í fararbroddi rokkbylgjunnar á Englandi. nordicphotos/getty Rokktónlist var söluhæsta tónlistarstefnan á Bretlandseyjum á síðasta ári en það hefur ekki gerst í fimm ár. Arctic Monkeys áttu aðra söluhæstu rokkplötu síðasta árs á Bretlandi. Það var hinsvegar gamli rámur, Rod Stewart, sem leiddi hóp rokkara og á meðal annarra sem gerðu það gott má nefna Jake Bugg og Bastille. Þetta þykja nokkur tíiðindi því sala á rokkplötum hefur verið í mikilli lægð síðustu árin. Á síðasta ári voru rokkplötur hins vegar með rúm þrjátíu og þrjú prósent af markaðshlutdeildinni. Poppmúsík kemur þar á eftir með þrjátíu og eitt prósent og danstónlist var í þriðja sæti, töluvert á eftir með átta komma þrjú prósent. Poppmúsíkin hefur þó enn vinninginn þegar kemur að sölu á smáskífum með um 36 prósenta hlutdeild en þar hafa rokkararni þó sótt í sig veðrið og í fyrra voru rúm tuttugu prósent seldra smáskífa með rokktónlistarmönnum. Þrátt fyrir að rokkið sé að rétta úr kútnum dregst plötusala enn saman og er það í takt við þróun síðustu ára. Á síðasta ári dróst plötusala saman 6,4 prósent en alls seldust 94 milljónir platna á Bretlandseyjum. Engin ein plata seldist þó í meira en milljón eintökum og hefur það ekki gerst síðan snemma á níunda áratugi síðustu aldar. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Rokktónlist var söluhæsta tónlistarstefnan á Bretlandseyjum á síðasta ári en það hefur ekki gerst í fimm ár. Arctic Monkeys áttu aðra söluhæstu rokkplötu síðasta árs á Bretlandi. Það var hinsvegar gamli rámur, Rod Stewart, sem leiddi hóp rokkara og á meðal annarra sem gerðu það gott má nefna Jake Bugg og Bastille. Þetta þykja nokkur tíiðindi því sala á rokkplötum hefur verið í mikilli lægð síðustu árin. Á síðasta ári voru rokkplötur hins vegar með rúm þrjátíu og þrjú prósent af markaðshlutdeildinni. Poppmúsík kemur þar á eftir með þrjátíu og eitt prósent og danstónlist var í þriðja sæti, töluvert á eftir með átta komma þrjú prósent. Poppmúsíkin hefur þó enn vinninginn þegar kemur að sölu á smáskífum með um 36 prósenta hlutdeild en þar hafa rokkararni þó sótt í sig veðrið og í fyrra voru rúm tuttugu prósent seldra smáskífa með rokktónlistarmönnum. Þrátt fyrir að rokkið sé að rétta úr kútnum dregst plötusala enn saman og er það í takt við þróun síðustu ára. Á síðasta ári dróst plötusala saman 6,4 prósent en alls seldust 94 milljónir platna á Bretlandseyjum. Engin ein plata seldist þó í meira en milljón eintökum og hefur það ekki gerst síðan snemma á níunda áratugi síðustu aldar.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira