Melrakkar ætla sem fyrr segir að leika fyrstu plötu Metallica, Kill'em all í heild sinni á tvennum tónleikum, á Græna hattinum, Akureyri, föstudaginn 7. mars og svo á Gamla Gauknum í Reykjavík daginn eftir.
„Það er líklegt að við tökum fleiri Metallica-plötur fyrir eftir þessa tónleika. Ég yrði í raun hissa ef við færum ekki lengra," segir Bibbi spurður út í framhaldið.
Meðlimir sveitarinnar eru allir miklir Metallica-aðdáendur og þekkja efnið gríðarlega vel. „Þetta er rosalega skemmtilegt og við höfum þessa gömlu plötu í blóðinu."
Kill'em all er í uppáhaldi meðlima sveitarinnar. „Erfitt að færa rök gegn því að hún sé ekki í uppáhaldi, allavega þangað til við tökum Ride The Lightning."