Tónlist

Arctic Monkeys heiðra Bítlanna

Arctic Monkeys tóku lagið All My Loving á tónleikum sínum
Arctic Monkeys tóku lagið All My Loving á tónleikum sínum nordicphotos/getty
Hljómsveitin Arctic Monkeys lék Bítlalagið All My Loving á tónleikum sem fram fóru í Madison Square Garden í New York. Sveitin tók lagið sem uppklappslag en tilefnið var að fimmtíu ár eru síðan að Bítlarnir komu fyrst fram í þætti Ed Sullivan í Bandaríkjunum.

Arctic Monkeys taka lagið í rólegri útgáfu heldur en upphaflega útgáfan er. Bítlarnir léku lagið í þætti Ed Sullivan þann 9. febrúar 1964. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem að sveitin leikur lag Bítlanna opinberlega, því hún lék lagið Come Together á opnunarathöfninni á Ólympíuleikunum í London 2012.

Tónleikarnir í New York eru áttundu tónleikarnir í tónleikaferðalagi sveitarinnar um Bandaríkin, en sveitin er að kynna nýjustu plötuna sína AM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×