Strandveiði er frábær skemmtun Karl Lúðvíksson skrifar 21. febrúar 2014 15:57 Það er nokkuð um að erlendir veiðimenn komi sér fyrir við nokkra vel þekkta staði við Reykjanesbæ og stundi þar strandveiði með góðum árangri. Íslendingar sem hafa kynnst þessari veiði í gegnum þessa veiðimenn eru farnir að stunda veiðina af kappi enda veiðist yfirleitt vel, aflinn fjölbreyttur, startkostnaður ekki hár og veiðileyfin kosta ekkert. Það eru nokkrar veiðiverslanir sem hafa flutt sérstakann búnað fyrir strandveiðina og verðið er yfirleitt mjög gott þó svo að það se alveg hægt að versla dýrt sé maður að leita eftir því allra besta. Nú er nokkur hópur manna farinn að veiða háf við suðurströndina og tímabilið þeirra stendur yfirleitt frá miðjum febrúar fram í maí. Háfurinn gengur þá meðfram landi og fellur fyrir agni veiðimanna sem er gjarnan makríll, sauri, úldið kjöt og sitt hvað fleira sem dregur háfinn með sitt næma lyktarskyn á öngulinn. Stærstu háfarnir eru um 120 sm an algengasta stærðin er um 90 sm. Á þessum veiðum kemur gjarnan annar fiskur líka á færið og þegar veiðin á háfnum er að fjara út er til dæmis ekki óalgengt að fá lax eða sjóbirting. Annars eru tegundirnar sem veiðast fjölmargar og þess vegna um mjög spennandi veiðiskap að ræða. Það hefur í gegnum árin verið lögð mest áhersla á að ná hingað til lands þeim veiðimönnum sem eltast helst við lax en á síðustu árum hefur erlendum vatnaveiðimönnum líka fjölgað mikið. Mikið er að gera fyrir vestan þar sem fjöldi erlendra veiðimanna sækir í sjóstangaveiði og er aukning á hverju ári hjá þeim aðilum sem bjóða uppá þá þjónustu. Á Bretlandi, Írlandi, Noregi, Frakklandi og víðar í Evrópu er strandveiði gífurlega fjölmennt sport en veiðin þar er hvergi nærri því eins góð og hér á landi svo hér er klárlega möguleiki fyrir vaska einstaklinga að búa til atvinnutækifæri í ferðaþjónustu. Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Það er nokkuð um að erlendir veiðimenn komi sér fyrir við nokkra vel þekkta staði við Reykjanesbæ og stundi þar strandveiði með góðum árangri. Íslendingar sem hafa kynnst þessari veiði í gegnum þessa veiðimenn eru farnir að stunda veiðina af kappi enda veiðist yfirleitt vel, aflinn fjölbreyttur, startkostnaður ekki hár og veiðileyfin kosta ekkert. Það eru nokkrar veiðiverslanir sem hafa flutt sérstakann búnað fyrir strandveiðina og verðið er yfirleitt mjög gott þó svo að það se alveg hægt að versla dýrt sé maður að leita eftir því allra besta. Nú er nokkur hópur manna farinn að veiða háf við suðurströndina og tímabilið þeirra stendur yfirleitt frá miðjum febrúar fram í maí. Háfurinn gengur þá meðfram landi og fellur fyrir agni veiðimanna sem er gjarnan makríll, sauri, úldið kjöt og sitt hvað fleira sem dregur háfinn með sitt næma lyktarskyn á öngulinn. Stærstu háfarnir eru um 120 sm an algengasta stærðin er um 90 sm. Á þessum veiðum kemur gjarnan annar fiskur líka á færið og þegar veiðin á háfnum er að fjara út er til dæmis ekki óalgengt að fá lax eða sjóbirting. Annars eru tegundirnar sem veiðast fjölmargar og þess vegna um mjög spennandi veiðiskap að ræða. Það hefur í gegnum árin verið lögð mest áhersla á að ná hingað til lands þeim veiðimönnum sem eltast helst við lax en á síðustu árum hefur erlendum vatnaveiðimönnum líka fjölgað mikið. Mikið er að gera fyrir vestan þar sem fjöldi erlendra veiðimanna sækir í sjóstangaveiði og er aukning á hverju ári hjá þeim aðilum sem bjóða uppá þá þjónustu. Á Bretlandi, Írlandi, Noregi, Frakklandi og víðar í Evrópu er strandveiði gífurlega fjölmennt sport en veiðin þar er hvergi nærri því eins góð og hér á landi svo hér er klárlega möguleiki fyrir vaska einstaklinga að búa til atvinnutækifæri í ferðaþjónustu.
Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði