Rory McIlroy slær úr eyðimörkinni í gær. Áhorfandinn fékk aðstoð við að losa sig við kaktusinn.Vísir/AP
Norður-Írinn Rory McIlroy sló golfbolta sínum í áhorfanda í gær þegar hann var við leik í Heimsmótinu í holukeppni sem fram fer í Arizona, Bandaríkjunum. McIlroy reyndi að slá boltanum sínum út úr eyðimörkinni á 15. braut Dove Mountain vallarins en það tókst ekki betur en svo en að hann sló boltanum í áhorfanda sem stóð þar nærri.
Það er vont að fá í sig golfbolta en það sem verra er, áhorfandinn sem varð fyrir boltanum féll í kjölfarið inn í kaktusrunna við andköf áhorfenda. Atvikið má sjá í myndbandinu hér að neðan.