Ný stjórn SVFR og fyrsta konan í varaformanns embættið Karl Lúðvíksson skrifar 8. mars 2014 14:20 Ragnheiður og Árni á góðri stund í Norðurá Mynd: www.svfr.is Á nýliðnum aðalfundi SVFR var kosin ný stjórn og nýr formaður félagsins en fráfarandi formaður Bjarni Júlíusson gaf ekki kost á sér til frekari formannssetu. Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar var haldinn í vikunni þar sem verkaskipting stjórnar var ákveðin. Árni Friðleifsson var sjálfkjörinn formaður stjórnar SVFR á aðalfundinum en hann var varaformaður félagsins í tíð Bjarna Júlíussonar. Ásmundur Helgason er gjaldkeri, ritari stjórnar er Rögnvaldur Örn Jónsson en hann er annar nýrra manna í stjórn. Meðstjórnendur eru svo Hörður Vilberg, Hörður Birgir Hafsteinsson sem náði endurkjöri í stjórn og Júlíus Bjarni Bjarnason sem kemur nýr inn. Síðan ber að nefna nýjan varaformann félagsins en það er Ragnheiður Thorsteinsson og er hún fyrsta konan til að gegna þessu embætti fyrir félagið. Þetta er í fyrsta skipti í 75 ára sögu Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem að kona er varaformaður félagsins og ber þess vonandi merki að hlutur kvenna í félaginu sé að aukast. Stangveiði Mest lesið Flottur lax úr Svartá Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Mokveiði í Mývatnssveit Veiði 26 á land á fyrsta degi í Leirá Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði
Á nýliðnum aðalfundi SVFR var kosin ný stjórn og nýr formaður félagsins en fráfarandi formaður Bjarni Júlíusson gaf ekki kost á sér til frekari formannssetu. Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar var haldinn í vikunni þar sem verkaskipting stjórnar var ákveðin. Árni Friðleifsson var sjálfkjörinn formaður stjórnar SVFR á aðalfundinum en hann var varaformaður félagsins í tíð Bjarna Júlíussonar. Ásmundur Helgason er gjaldkeri, ritari stjórnar er Rögnvaldur Örn Jónsson en hann er annar nýrra manna í stjórn. Meðstjórnendur eru svo Hörður Vilberg, Hörður Birgir Hafsteinsson sem náði endurkjöri í stjórn og Júlíus Bjarni Bjarnason sem kemur nýr inn. Síðan ber að nefna nýjan varaformann félagsins en það er Ragnheiður Thorsteinsson og er hún fyrsta konan til að gegna þessu embætti fyrir félagið. Þetta er í fyrsta skipti í 75 ára sögu Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem að kona er varaformaður félagsins og ber þess vonandi merki að hlutur kvenna í félaginu sé að aukast.
Stangveiði Mest lesið Flottur lax úr Svartá Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Mokveiði í Mývatnssveit Veiði 26 á land á fyrsta degi í Leirá Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði