Miðasala á tónleikana hefst á morgun á vefsíðunni Live Nation og á vefsíðum Linkin Park og 30 Seconds To Mars. Hljómsveitin AFI mun þó ekki koma fram á öllum tónleikunum á tónleikaferðalaginu en þó á 23 af 25 tónleikum ferðalagsins.
Hinn hæfileikaríki Jared Leto sem er forsprakki 30 Seconds To Mars segist hlakka mikið til að fara í ferðalagið en hann hlaut á dögunum Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni Dallas Buyers Club.