Stórtónleikar í þágu náttúruverndar Bjarki Ármannsson skrifar 3. mars 2014 21:55 Björk, Russell Crowe og Patti Smith er öllum annt um Ísland. Vísir/Getty Tónlistarkonurnar gríðarvinsælu Patti Smith og Lykke Li munu koma fram ásamt flóru íslenskra tónlistarmanna á tónleikunum Stopp! Gætum garðsins í Hörpu þann 18. mars. Tónleikarnir verða haldnir í þágu íslenskrar náttúru en það eru Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd sem standa fyrir þeim. Allir listamenn munu gefa vinnu sína en ásamt þeim Smith og Li koma fram Björk, Retro Stefson, Of Monsters and Men, Samaris, Mammút og Highlands. Sama dag verður kvikmyndin Noah í leikstjórn Darren Aronofsky frumsýnd í Sambíói Egilshallar. Ókeypis verður á frumsýninguna í þágu verndunar íslenskrar náttúru, en myndin var tekin upp hér á landi í hittífyrra. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Hörpu í dag, en þar ávörpuðu Björk og Aronofsky blaðamenn í gegnum Skype. Björk gagnrýndi ríkisstjórn Íslands á fundinum og sagði hana vera með „úrelt gildi.“ Patti Smith þekkja flestir tónlistarunnendur en hún vann sér inn frægð á áttunda áratugnum með plötunni Horses og með smellinum Because the night sem hún samdi með rokkgoðinu Bruce Springsteen. Smith hefur þónokkrum sinnum heimsótt Ísland og haldið hér tónleika. Síðast var hún stödd hér á landi haustið 2012 og kom þá meðal annars óvænt fram með Russel Crowe, aðalleikara Noah, á Menningartónleikum X-977 við góðar undirtektir. Lykke Li er sænsk poppsöngkona, helst þekkt fyrir smellinn I Follow Rivers sem gerði allt vitlaust á dansgólfum víða um heim árið 2011. Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu fyrir tónleikana úr smiðju listamannsins Hugleiks Dagssonar sem rithöfundurinn og náttúruverndarsinninn Andri Snær Magnason deildi á Twitter fyrr í dag.Stórtónleikar! Risafrumsýning! Rosanáttúra! pic.twitter.com/rAs5hx55Y5— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) March 3, 2014 Tónlist Tengdar fréttir Stórleikstjóri styður Náttúruverndarsamtök Íslands Ástæðan fyrir því að leikstjórinn ákvað að styðja við bakið á samtökunum er sú að hann vildi meðal annars vega upp á móti náttúruraski sem urður við upptökur á stórmyndinni Noah hér á landi síðasta sumar. 8. júní 2013 17:21 Íslensk náttúra fyrirferðamikil í Noah Stilka úr stórmyndinni Noah með Russell Crowe í aðalhlutverki var frumsýnd í dag. Íslensk náttúra er fyrirverðamikil í stiklunni. 14. nóvember 2013 22:39 Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Tónlistarkonurnar gríðarvinsælu Patti Smith og Lykke Li munu koma fram ásamt flóru íslenskra tónlistarmanna á tónleikunum Stopp! Gætum garðsins í Hörpu þann 18. mars. Tónleikarnir verða haldnir í þágu íslenskrar náttúru en það eru Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd sem standa fyrir þeim. Allir listamenn munu gefa vinnu sína en ásamt þeim Smith og Li koma fram Björk, Retro Stefson, Of Monsters and Men, Samaris, Mammút og Highlands. Sama dag verður kvikmyndin Noah í leikstjórn Darren Aronofsky frumsýnd í Sambíói Egilshallar. Ókeypis verður á frumsýninguna í þágu verndunar íslenskrar náttúru, en myndin var tekin upp hér á landi í hittífyrra. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Hörpu í dag, en þar ávörpuðu Björk og Aronofsky blaðamenn í gegnum Skype. Björk gagnrýndi ríkisstjórn Íslands á fundinum og sagði hana vera með „úrelt gildi.“ Patti Smith þekkja flestir tónlistarunnendur en hún vann sér inn frægð á áttunda áratugnum með plötunni Horses og með smellinum Because the night sem hún samdi með rokkgoðinu Bruce Springsteen. Smith hefur þónokkrum sinnum heimsótt Ísland og haldið hér tónleika. Síðast var hún stödd hér á landi haustið 2012 og kom þá meðal annars óvænt fram með Russel Crowe, aðalleikara Noah, á Menningartónleikum X-977 við góðar undirtektir. Lykke Li er sænsk poppsöngkona, helst þekkt fyrir smellinn I Follow Rivers sem gerði allt vitlaust á dansgólfum víða um heim árið 2011. Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu fyrir tónleikana úr smiðju listamannsins Hugleiks Dagssonar sem rithöfundurinn og náttúruverndarsinninn Andri Snær Magnason deildi á Twitter fyrr í dag.Stórtónleikar! Risafrumsýning! Rosanáttúra! pic.twitter.com/rAs5hx55Y5— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) March 3, 2014
Tónlist Tengdar fréttir Stórleikstjóri styður Náttúruverndarsamtök Íslands Ástæðan fyrir því að leikstjórinn ákvað að styðja við bakið á samtökunum er sú að hann vildi meðal annars vega upp á móti náttúruraski sem urður við upptökur á stórmyndinni Noah hér á landi síðasta sumar. 8. júní 2013 17:21 Íslensk náttúra fyrirferðamikil í Noah Stilka úr stórmyndinni Noah með Russell Crowe í aðalhlutverki var frumsýnd í dag. Íslensk náttúra er fyrirverðamikil í stiklunni. 14. nóvember 2013 22:39 Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Stórleikstjóri styður Náttúruverndarsamtök Íslands Ástæðan fyrir því að leikstjórinn ákvað að styðja við bakið á samtökunum er sú að hann vildi meðal annars vega upp á móti náttúruraski sem urður við upptökur á stórmyndinni Noah hér á landi síðasta sumar. 8. júní 2013 17:21
Íslensk náttúra fyrirferðamikil í Noah Stilka úr stórmyndinni Noah með Russell Crowe í aðalhlutverki var frumsýnd í dag. Íslensk náttúra er fyrirverðamikil í stiklunni. 14. nóvember 2013 22:39