Grótta vann 15-13 sigur á Fram í Safamýri í kvöld í mikilvægum leik liðanna í baráttunni um góð sæti í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta.
Sigur Gróttu setur mikla spennu í baráttu efstu liðanna en nú munar aðeins einu stigi á Fram (3. sæti) og Gróttu (5. sæti) en ÍBV er með jafnmörg stig og Fram í fjórða sætinu.
Fram var 7-6 yfir í hálfleik en Gróttukonur tryggðu sér sigurinn með því að vinna seinni hálfleikinn 9-6.
Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, og varnarleikur liðsins voru í aðalhlutverkinu í kvöld en Unnur Ómarsdóttir var markahæst með sjö mörk þar af skoraði hún öll sex mörk liðsins í fyrri hálfleiknum.
Ragnheiður Júlíusdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoruðu báðar fjögur mörk fyrir Framliðið í kvöld en sóknarleikur liðsins í kvöld var ekki til útflutnings.
Fram - Grótta 13-15 (7-6)
Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 4, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1.
Mörk Gróttu: Unnur Ómarsdóttir 7, Anett Köbli 4, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Sóley Arnarsdóttir 1, Agnes Þóra Árnadóttir 1.
Gróttukonur skoruðu bara fimmtán mörk en unnu samt
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Einhenta undrið ekki í NBA
Körfubolti

Leikur Chelsea og Benfica blásinn af
Fótbolti




Penninn á lofti í Keflavík
Körfubolti

