McIlroy pirraður á púttunum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2014 23:30 Rory McIlroy fer nú í þriggja vikna frí. vísir/getty Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy vonaðist til að byrja árið 2014 betur en raun ber vitni eftir hörmungina sem síðasta ár var hjá þessum gríðarlega hæfileikaríka pilti. McIlroy tapaði í fjögurra manna bráðabana á Honda Classic-mótinu fyrir rúmri viku eftir að vera í forystu eftir fyrstu þrjá dagana. Þar klikkaði hann á síðustu níu holunum og gaf frá sér sigurinn á endanum þrátt fyrir nokkur glæsileg högg. Rory fór fyrsta hringinn á Heimsmótinu á Trump National-vellinum í Flórída um helgina á 70 höggum en þrjá næstu á 74, 75 og 74 höggum og lauk leik á fimm höggum yfir pari í 25. sæti. Norður-Írinn sló tvisvar í vatnstorfæru á laugardaginn en það voru púttin í gær sem fóru með hann. Hann setti aðeins niður eitt pútt fyrir fugli en annað vildi ekki detta. „Þetta er meira pirrandi en nokkuð annað. Ég hitti 14 flatir en gat ekki sett neitt ofan í. Svo í hvert skipti sem ég hitti ekki flöt gat ég ekki bjargað mér. Mér leið eins og ég ætti að vera gera betur en ég bara komst ekki í lang,“ sagði McIlroy eftir lokahringinn. „Svona er þessi völlur. Maður verður að nákvæmur og það er mest pirrandi. Ef maður hittir ekki brautirnar er nánast ómögulegt að setja boltann nálægt flagginu. En nú fæ ég þriggja vikna frí fram að Houston Open og opna bandaríska.“ McIlroy fékk aðeins einn fugl á lokahringum en honum náði norður-Írinn eftir glæsilegt högg úr glompu. Því miður fyrir Rory var þetta hápunkturinn á lokadegi heimsmótsins. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy vonaðist til að byrja árið 2014 betur en raun ber vitni eftir hörmungina sem síðasta ár var hjá þessum gríðarlega hæfileikaríka pilti. McIlroy tapaði í fjögurra manna bráðabana á Honda Classic-mótinu fyrir rúmri viku eftir að vera í forystu eftir fyrstu þrjá dagana. Þar klikkaði hann á síðustu níu holunum og gaf frá sér sigurinn á endanum þrátt fyrir nokkur glæsileg högg. Rory fór fyrsta hringinn á Heimsmótinu á Trump National-vellinum í Flórída um helgina á 70 höggum en þrjá næstu á 74, 75 og 74 höggum og lauk leik á fimm höggum yfir pari í 25. sæti. Norður-Írinn sló tvisvar í vatnstorfæru á laugardaginn en það voru púttin í gær sem fóru með hann. Hann setti aðeins niður eitt pútt fyrir fugli en annað vildi ekki detta. „Þetta er meira pirrandi en nokkuð annað. Ég hitti 14 flatir en gat ekki sett neitt ofan í. Svo í hvert skipti sem ég hitti ekki flöt gat ég ekki bjargað mér. Mér leið eins og ég ætti að vera gera betur en ég bara komst ekki í lang,“ sagði McIlroy eftir lokahringinn. „Svona er þessi völlur. Maður verður að nákvæmur og það er mest pirrandi. Ef maður hittir ekki brautirnar er nánast ómögulegt að setja boltann nálægt flagginu. En nú fæ ég þriggja vikna frí fram að Houston Open og opna bandaríska.“ McIlroy fékk aðeins einn fugl á lokahringum en honum náði norður-Írinn eftir glæsilegt högg úr glompu. Því miður fyrir Rory var þetta hápunkturinn á lokadegi heimsmótsins.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira