Sautján ár liðin frá dauða Biggie Smalls Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. mars 2014 10:41 Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir morðið. Vísir/Getty Í gær voru sautján ár síðan einn þekktasti rappari sögunnar, Notorious BIG, var myrtur. Rapparinn sem var skírður Christopher Wallace, en var einnig þekktur sem Biggie Smalls, var myrtur eftir tónleika í Los Angeles 9. mars árið 1997. Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir morðið, sem er talið tengjast stríði milli rappara frá Austur- og Vesturströnd Bandaríkjanna. Biggie Smalls er gjarnan nefndur sem „konungur New York“, þegar talað er um rapptónlist. Árið 2001 valdi tímaritið The Source hann besta rappara allra tíma. Tímaritið XXL bað helstu rappara heims að setja saman lista yfir uppáhalds rappara sína. Nafn Biggie kom oftast upp af öllum. Margir rapparar hafa minnst hans í textum sínum. Jay-Z, 50 Cent, Eminiem, Fat Joe, Game og fleiri hafa annaðhvort fjallað um Biggie í textum sínum eða endursagt hluta úr textum rapparans honum til heiðurs. Eftir hann liggja tvær breiðskífur; Ready to Die (sem kom út árið 1994) og Life After Death (sem kom út árið 1997). Eftir dauða hans hafa fjórar plötur verið gefnar úr í hans nafni; Born Again (sem kom út árið 1999), Duets: The Final Chapter (sem kom út árið 2005), The Greatest Hits (sem kom út árið 2007) og Notorious (sem kom út árið 2009). Platan Ready To Die er að mörgum talin ein besta rappplata sem gefin hefur verið út. Hann átti tvö börn, dótturina T‘yanna Wallace og soninn Christopher George Latore Wallace jr. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Juicy sem skaut Biggie upp á stjörnuhimininn um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Í gær voru sautján ár síðan einn þekktasti rappari sögunnar, Notorious BIG, var myrtur. Rapparinn sem var skírður Christopher Wallace, en var einnig þekktur sem Biggie Smalls, var myrtur eftir tónleika í Los Angeles 9. mars árið 1997. Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir morðið, sem er talið tengjast stríði milli rappara frá Austur- og Vesturströnd Bandaríkjanna. Biggie Smalls er gjarnan nefndur sem „konungur New York“, þegar talað er um rapptónlist. Árið 2001 valdi tímaritið The Source hann besta rappara allra tíma. Tímaritið XXL bað helstu rappara heims að setja saman lista yfir uppáhalds rappara sína. Nafn Biggie kom oftast upp af öllum. Margir rapparar hafa minnst hans í textum sínum. Jay-Z, 50 Cent, Eminiem, Fat Joe, Game og fleiri hafa annaðhvort fjallað um Biggie í textum sínum eða endursagt hluta úr textum rapparans honum til heiðurs. Eftir hann liggja tvær breiðskífur; Ready to Die (sem kom út árið 1994) og Life After Death (sem kom út árið 1997). Eftir dauða hans hafa fjórar plötur verið gefnar úr í hans nafni; Born Again (sem kom út árið 1999), Duets: The Final Chapter (sem kom út árið 2005), The Greatest Hits (sem kom út árið 2007) og Notorious (sem kom út árið 2009). Platan Ready To Die er að mörgum talin ein besta rappplata sem gefin hefur verið út. Hann átti tvö börn, dótturina T‘yanna Wallace og soninn Christopher George Latore Wallace jr. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Juicy sem skaut Biggie upp á stjörnuhimininn um miðjan tíunda áratug síðustu aldar.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira