Þoka tafði keppni talsvert á fyrsta keppnisdegi og náði aðeins um helmingur keppenda að ljúka leik í dag.
Phil Mickelson er í vandræðum en hann lék fyrsta hringinn á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hann er neðstur í mótinu ásamt fleiri kylfingum en þetta er hans versta byrjun í móti í nokkurn tíma.
Mickelson, sem sem á að baki fimm risatitla, lauk leik með því að fá tvöfaldan skolla á 9. holu sem var lokahola hans á fyrsta hring.
Valero Texas Open mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending á morgun klukkan 19:00.
#VTOgolf leaders:
Pat Perez, 68
Will MacKenzie, 69
Seung-Yul Noh -3/14
Eight players at -2.
http://t.co/WKHUJXaGQO
— PGA TOUR (@PGATOUR) March 27, 2014