Lady Gaga frumsýndi nýtt tónlistarmyndband við lagið G.U.Y á NBC sjónvarpsstöðinni á laugardagskvöld, þar sem ARTPOP stjarnan var á djamminu í Hearst Mansion í Kaliforníu.
Í myndbandinu virðast bæði Jesú og Michael Jackson rísa upp frá dauðum, auk þess sem leikkonunum í Real Housewives of Beverley Hills bregður fyrir.