Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 24. mars 2014 11:54 Þorsteinn Stefánsson með stóra bleikju úr Varmá Stangaveiðifélag Reykjavíkur bíður til "Veiðikvölds í Dalnum" og verða þau kvöld reglulega á dagskrá núna á vormánuðum. Fyrsta kvöldið er næstkomandi miðvikudag, 26. mars klukkan 19:30 og að þessu sinni verður farið yfir Hraunsfjörðinn og verður það Bjarni Júlíusson sem mun leiða gesti í allan sannleika um þetta skemmtilega svæði. Varmá og Þorleifslækur verða einnig tekin fyrir og verður það Hrafn H. Hauksson sem mun fara yfir þessa földu gersemi sem er einungis steinssnar frá Reykjavík. Það er nokkuð merkilegt hvað aðsóknin hefur verið lítil í Varmá nema kannski helst á vorin því þarna er bæði stór sjóbirtingur og oft á tíðum stór bleikja líka. Leyfin eru ódýr, það er stutt að fara frá bænum og veiðivon er góð upp um alla á. Þar sem það styttist í voropnun veiðisvæða 1. apríl er um að gera að skoða hvað er laust t.d. í Varmánna en það er hægt inná vefsölu félagsins. Stangveiði Mest lesið Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Við árbakkann á Hringbraut Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur bíður til "Veiðikvölds í Dalnum" og verða þau kvöld reglulega á dagskrá núna á vormánuðum. Fyrsta kvöldið er næstkomandi miðvikudag, 26. mars klukkan 19:30 og að þessu sinni verður farið yfir Hraunsfjörðinn og verður það Bjarni Júlíusson sem mun leiða gesti í allan sannleika um þetta skemmtilega svæði. Varmá og Þorleifslækur verða einnig tekin fyrir og verður það Hrafn H. Hauksson sem mun fara yfir þessa földu gersemi sem er einungis steinssnar frá Reykjavík. Það er nokkuð merkilegt hvað aðsóknin hefur verið lítil í Varmá nema kannski helst á vorin því þarna er bæði stór sjóbirtingur og oft á tíðum stór bleikja líka. Leyfin eru ódýr, það er stutt að fara frá bænum og veiðivon er góð upp um alla á. Þar sem það styttist í voropnun veiðisvæða 1. apríl er um að gera að skoða hvað er laust t.d. í Varmánna en það er hægt inná vefsölu félagsins.
Stangveiði Mest lesið Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Við árbakkann á Hringbraut Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði