BMW 9 kynntur í Peking Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2014 16:09 BMW Pininfarina Gran Lusso Coupe Concept. Auto Motor und Sport greinir frá því að BMW ætli að sýna glænýjan BMW 9 á bílasýningunni í peking síðar í mánuðinum. Er það vafalaust gert vegna þess að BMW á von á að finna flesta kaupendur þess stóra bíls í Kína. BMW 9 á að keppa við Mercedes Benz S600 Maybach sem kemur brátt af árgerð 2015 og því ætlar BMW ekki að eftirláta Mercedes Benz sviðið í þessum flokki stærstu lúxusbíla. Hermt er að nýr BMW 9 sé byggður á tilraunabílnum BMW Pininfarina Gran Lusso Coupe sem var sýndur á Villa d´Este Concours d´Elegance á Ítalíu í maí síðastliðnum. BMW 9 verður byggður á G11 undirvagni BMW sem einnig verður í nokkrum BMW- og Rolls-Royce bílum, þar á meðal BMW 7-línunni. Bæði BMW 9 og BMW 7 munu líklega koma á markað árið 2016. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent
Auto Motor und Sport greinir frá því að BMW ætli að sýna glænýjan BMW 9 á bílasýningunni í peking síðar í mánuðinum. Er það vafalaust gert vegna þess að BMW á von á að finna flesta kaupendur þess stóra bíls í Kína. BMW 9 á að keppa við Mercedes Benz S600 Maybach sem kemur brátt af árgerð 2015 og því ætlar BMW ekki að eftirláta Mercedes Benz sviðið í þessum flokki stærstu lúxusbíla. Hermt er að nýr BMW 9 sé byggður á tilraunabílnum BMW Pininfarina Gran Lusso Coupe sem var sýndur á Villa d´Este Concours d´Elegance á Ítalíu í maí síðastliðnum. BMW 9 verður byggður á G11 undirvagni BMW sem einnig verður í nokkrum BMW- og Rolls-Royce bílum, þar á meðal BMW 7-línunni. Bæði BMW 9 og BMW 7 munu líklega koma á markað árið 2016.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent