„Hver vill ekki umslag fullt af evrum í vasann?“ Ingvar Haraldsson skrifar 9. apríl 2014 10:21 Jón Bjarnason vill að sveitastjórnarmenn geri hreint fyrir sínum dyrum. Vísir/Stefán Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra og Alþingismaður er ekki sáttur við afstöðu forsvarsmanna sveitarfélaga til umsóknar Íslands í Evrópusambandið. Þetta kom fram í grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hann segir afstöðu þeirra skýrast á boðsferðum til Brussel sem Evrópusambandið bjóði upp á. „Er það að furða þótt forystumenn stóru sveitarfélaganna gráti afturköllun umsóknarinnar? Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann og gæluverkefnastyrki úr sjóðum Evrópusambandsins?“ Jón Bjarnason heldur áfram og segir slíkar boðsferðir algengari en almenningur átti sig á. „Ótrúlegur fjöldi, heilar hópferðir sveitarstjórnarmanna, starfsmanna bæjarfélaga, fyrirtækja og félagasamtaka og fjölmiðla hafa streymt í svokallaðar „kynnisferðir“ til Brüssel. Jón spyr hvað sé í boði í slíkum ferðum. „Jú, frítt far frá heimastað til Brüssel, ókeypis dvöl á hóteli með morgunmat og nokkur hundruð evrur í eyðslufé, afhentar í umslagi við komuna til Brüssel. Ég veit um tiltekin dæmi, 340 evrur í vasann fyrir fjögurra daga ferð.“ Ráðherrann fyrrverandi telur að það sé á ábyrgð þeirra sem þegið hafi slíkar boðsferðir að upplýsa almenning um þær. „Jafnframt væri fróðlegt að vita hvað félagsmenn, starfsmenn og stjórnarmenn þeirra samtaka og fyrirtækja sem nú beita sér harðast fyrir áframhaldandi aðlögunarferli að ESB og inngöngu í sambandið hafa þegið í slíkum greiðslum. Fjölmiðlafólk er sérstaklega nefnt í „heimsóknaráætlun“ Evrópusambandsins. Kannski ætti það líka að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum?“ ESB-málið Tengdar fréttir Að gera hreint fyrir sínum dyrum 9. apríl 2014 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra og Alþingismaður er ekki sáttur við afstöðu forsvarsmanna sveitarfélaga til umsóknar Íslands í Evrópusambandið. Þetta kom fram í grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hann segir afstöðu þeirra skýrast á boðsferðum til Brussel sem Evrópusambandið bjóði upp á. „Er það að furða þótt forystumenn stóru sveitarfélaganna gráti afturköllun umsóknarinnar? Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann og gæluverkefnastyrki úr sjóðum Evrópusambandsins?“ Jón Bjarnason heldur áfram og segir slíkar boðsferðir algengari en almenningur átti sig á. „Ótrúlegur fjöldi, heilar hópferðir sveitarstjórnarmanna, starfsmanna bæjarfélaga, fyrirtækja og félagasamtaka og fjölmiðla hafa streymt í svokallaðar „kynnisferðir“ til Brüssel. Jón spyr hvað sé í boði í slíkum ferðum. „Jú, frítt far frá heimastað til Brüssel, ókeypis dvöl á hóteli með morgunmat og nokkur hundruð evrur í eyðslufé, afhentar í umslagi við komuna til Brüssel. Ég veit um tiltekin dæmi, 340 evrur í vasann fyrir fjögurra daga ferð.“ Ráðherrann fyrrverandi telur að það sé á ábyrgð þeirra sem þegið hafi slíkar boðsferðir að upplýsa almenning um þær. „Jafnframt væri fróðlegt að vita hvað félagsmenn, starfsmenn og stjórnarmenn þeirra samtaka og fyrirtækja sem nú beita sér harðast fyrir áframhaldandi aðlögunarferli að ESB og inngöngu í sambandið hafa þegið í slíkum greiðslum. Fjölmiðlafólk er sérstaklega nefnt í „heimsóknaráætlun“ Evrópusambandsins. Kannski ætti það líka að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum?“
ESB-málið Tengdar fréttir Að gera hreint fyrir sínum dyrum 9. apríl 2014 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira