Toyota innkallar tæplega sjö milljónir bifreiða á einu bretti 9. apríl 2014 08:46 Bílarisinn Toyota ætlar að innkalla rúmlega 6,5 milljónir bifreiða um heim allan á næstunni, vegna fimm atriða sem nýlega hafa komið í ljós og geta skapað hættu. Í rúmum helmingi bílanna þarf að skipta um rafmagnssnúru sem tengist loftpúðanum í stýrinu en þegar því er snúið er hætta á að snúran skemmist, þannig að púðinn virki ekki þegar á reynir. Aðrir gallar eru bilaðar rúðuþurrkur og galli í startara sem gæti orsakað eldsvoða, svo dæmi séu tekin. Toyota fullyrðir að gallarnir hafi enn ekki leitt til óhappa eða banaslysa, svo vitað sé. Hinsvegar eru tvö þekkt dæmi um að eldur hafi komið í Toyota bíl vegna startarans. Gallana er að finna í 27 gerðum af Toyota bílum. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent
Bílarisinn Toyota ætlar að innkalla rúmlega 6,5 milljónir bifreiða um heim allan á næstunni, vegna fimm atriða sem nýlega hafa komið í ljós og geta skapað hættu. Í rúmum helmingi bílanna þarf að skipta um rafmagnssnúru sem tengist loftpúðanum í stýrinu en þegar því er snúið er hætta á að snúran skemmist, þannig að púðinn virki ekki þegar á reynir. Aðrir gallar eru bilaðar rúðuþurrkur og galli í startara sem gæti orsakað eldsvoða, svo dæmi séu tekin. Toyota fullyrðir að gallarnir hafi enn ekki leitt til óhappa eða banaslysa, svo vitað sé. Hinsvegar eru tvö þekkt dæmi um að eldur hafi komið í Toyota bíl vegna startarans. Gallana er að finna í 27 gerðum af Toyota bílum.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent