Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 19-21 | Eyjakonur komnar áfram Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 8. apríl 2014 13:09 Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/Valli ÍBV tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Olís deildar kvenna eftir sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur urðu 19-21, ÍBV í vil. Hann var ekki alltaf áferðarfallegur handboltinn sem lið FH og ÍBV buðu upp á í kvöld. Bæði liðin voru dugleg að tapa boltanum á klaufalegan hátt og ákvarðanataka leikmanna var oft á tíðum í skrítnara lagi. Sóknarleikur Eyjakvenna var þó markvissari og beittari en sóknarleikur heimakvenna. Hann var lengst af ráðleysislegur og tilviljanakenndur með afbrigðum, þá sérstaklega seinni hluta fyrri hálfleiks, þar sem FH skoraði aðeins eitt mark á ellefu mínútna kafla. Á meðan skoraði lið ÍBV fimm og fór inn í hálfleikinn með þriggja marka forystu. FH-konur komu hins vegar sterkar til leiks í seinni hálfleik. Guðrún Ósk Maríasdóttir, sem byrjaði leikinn mjög vel, fór aftur að verja af krafti og hægt og bítandi náðu heimakonur betri tökum á leiknum. Þeim tókst að jafna leikinn í 13-13, lentu svo aftur þremur mörkum undir, en tókst að jafna á ný í 16-16 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. En þá seig á ógæfuhliða, líkt og í lok fyrri hálfleiks. Hvort sem það tók svona mikla orku frá leikmönnum FH að koma sér aftur inn í leikinn eða hvað, þá hrökk sóknarleikurinn aftur í baklás, vörnin hélt ekki jafn vel og hún hafði gert og Eyjakonur sigu framúr.Vera Lopes og Telma Silva Amado voru öflugar á lokakaflanum og framlag þeirra réði ansi miklu um útkomu leiksins eins og Magnús Sigmundsson, annar þjálfara FH, benti á í viðtali að leik loknum. Eyjakonur breyttu stöðunni á lokakaflanum úr 16-16 í 17-21 og unnu að lokum tveggja marka sigur, 19-21 og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum Olís deildarinnar. Lopes og Amado voru sem áður sagði öflugar í liði ÍBV og skoruðu 14 af 21 marki liðsins. Þá átti Dröfn Haraldsdóttir afbragðs góðan leik í marki Eyjakvenna og varði 19 skot, eða rúmlega helming þeirra skota sem hún fékk á sig í leiknum. Stalla hennar í marki FH, Guðrún Ósk, stóð upp úr í liði heimakvenna, en hún varði 16 skot í leiknum. Aníta MjöllÆgisdóttir og Heiðdís Rún Guðmundsdóttir áttu einnig fína spretti, en heilt yfir var það sóknarleikurinn sem varð FH að falli í einvíginu.Magnús Sigmundsson: Það er búið að ganga á ýmsu í vetur "Við erum bara dottnar út, við erum komnar í sumarfrí," sagði Magnús Sigmundsson, annar þjálfara FH, að leik loknum, en hans lið er fallið úr leik eftir tvo tapleiki gegn ÍBV. "Ef þú skoðar þennan leik og svo síðasta deildarleik, þá sést að það er ekki mikill munur á liðunum. Þær eru með tvo atvinnumenn sem skipta sköpum. Þær drógu vagninn fyrir ÍBV í kvöld." "Við erum búnar að lenda í talsverðum meiðslum, sérstaklega axlarmeiðslum. Ég ætla ekki að nota það sem afsökun, en í þessu einvígi vantaði okkur t.a.m. tvo hornamenn. Það er búið að ganga á ýmsu í vetur og stelpurnar vita það best sjálfar," sagði Magnús að lokum.Dröfn Haraldsdóttir: Vorum öruggari í vörninni "Þetta var hörkuleikur eins og við áttum von á. FH er með gott lið, þannig að við þurftum að hafa fyrir þessum sigri," sagði Dröfn Haraldsdóttir að leik loknum, en hún átti frábæran leik í marki ÍBV í kvöld. ÍBV átti góðan endasprett í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum með þremur mörkum. "Mér fannst við öruggari í vörninni þá, og það kom kafli þar sem við náðum að stinga þær af. Svo höldum við bara áfram í seinni hálfleik." FH-konur byrjuðu seinni hálfleikinn vel, en Eyjakonur sigu að lokum framúr. "Það var bara eins og við áttum von á - þær voru ekkert að fara að gefast upp. Að sjálfsögðu kom smá aukið stress, en við náðum samt að komast strax aftur yfir." Olís-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
ÍBV tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Olís deildar kvenna eftir sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur urðu 19-21, ÍBV í vil. Hann var ekki alltaf áferðarfallegur handboltinn sem lið FH og ÍBV buðu upp á í kvöld. Bæði liðin voru dugleg að tapa boltanum á klaufalegan hátt og ákvarðanataka leikmanna var oft á tíðum í skrítnara lagi. Sóknarleikur Eyjakvenna var þó markvissari og beittari en sóknarleikur heimakvenna. Hann var lengst af ráðleysislegur og tilviljanakenndur með afbrigðum, þá sérstaklega seinni hluta fyrri hálfleiks, þar sem FH skoraði aðeins eitt mark á ellefu mínútna kafla. Á meðan skoraði lið ÍBV fimm og fór inn í hálfleikinn með þriggja marka forystu. FH-konur komu hins vegar sterkar til leiks í seinni hálfleik. Guðrún Ósk Maríasdóttir, sem byrjaði leikinn mjög vel, fór aftur að verja af krafti og hægt og bítandi náðu heimakonur betri tökum á leiknum. Þeim tókst að jafna leikinn í 13-13, lentu svo aftur þremur mörkum undir, en tókst að jafna á ný í 16-16 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. En þá seig á ógæfuhliða, líkt og í lok fyrri hálfleiks. Hvort sem það tók svona mikla orku frá leikmönnum FH að koma sér aftur inn í leikinn eða hvað, þá hrökk sóknarleikurinn aftur í baklás, vörnin hélt ekki jafn vel og hún hafði gert og Eyjakonur sigu framúr.Vera Lopes og Telma Silva Amado voru öflugar á lokakaflanum og framlag þeirra réði ansi miklu um útkomu leiksins eins og Magnús Sigmundsson, annar þjálfara FH, benti á í viðtali að leik loknum. Eyjakonur breyttu stöðunni á lokakaflanum úr 16-16 í 17-21 og unnu að lokum tveggja marka sigur, 19-21 og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum Olís deildarinnar. Lopes og Amado voru sem áður sagði öflugar í liði ÍBV og skoruðu 14 af 21 marki liðsins. Þá átti Dröfn Haraldsdóttir afbragðs góðan leik í marki Eyjakvenna og varði 19 skot, eða rúmlega helming þeirra skota sem hún fékk á sig í leiknum. Stalla hennar í marki FH, Guðrún Ósk, stóð upp úr í liði heimakvenna, en hún varði 16 skot í leiknum. Aníta MjöllÆgisdóttir og Heiðdís Rún Guðmundsdóttir áttu einnig fína spretti, en heilt yfir var það sóknarleikurinn sem varð FH að falli í einvíginu.Magnús Sigmundsson: Það er búið að ganga á ýmsu í vetur "Við erum bara dottnar út, við erum komnar í sumarfrí," sagði Magnús Sigmundsson, annar þjálfara FH, að leik loknum, en hans lið er fallið úr leik eftir tvo tapleiki gegn ÍBV. "Ef þú skoðar þennan leik og svo síðasta deildarleik, þá sést að það er ekki mikill munur á liðunum. Þær eru með tvo atvinnumenn sem skipta sköpum. Þær drógu vagninn fyrir ÍBV í kvöld." "Við erum búnar að lenda í talsverðum meiðslum, sérstaklega axlarmeiðslum. Ég ætla ekki að nota það sem afsökun, en í þessu einvígi vantaði okkur t.a.m. tvo hornamenn. Það er búið að ganga á ýmsu í vetur og stelpurnar vita það best sjálfar," sagði Magnús að lokum.Dröfn Haraldsdóttir: Vorum öruggari í vörninni "Þetta var hörkuleikur eins og við áttum von á. FH er með gott lið, þannig að við þurftum að hafa fyrir þessum sigri," sagði Dröfn Haraldsdóttir að leik loknum, en hún átti frábæran leik í marki ÍBV í kvöld. ÍBV átti góðan endasprett í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum með þremur mörkum. "Mér fannst við öruggari í vörninni þá, og það kom kafli þar sem við náðum að stinga þær af. Svo höldum við bara áfram í seinni hálfleik." FH-konur byrjuðu seinni hálfleikinn vel, en Eyjakonur sigu að lokum framúr. "Það var bara eins og við áttum von á - þær voru ekkert að fara að gefast upp. Að sjálfsögðu kom smá aukið stress, en við náðum samt að komast strax aftur yfir."
Olís-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira