Volkswagen Golf R langbakur Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2014 12:45 Langbaksgerð Volkswagen Golf R. Volkswagen Golf bílar eru til í ótrúlega mörgum útfærslum og með meira úrvali véla en gengur og gerist með flestar bílgerðir. Kraftaútgáfur Golf eru nú þegar orðnar nokkrar, þ.e. GTI, GTD dísilbíll, GTE tvinnbíll og sá allra öflugasti Golf R, auk þess sem til eru blæjuútgáfur GTI og Golf R. Þar með er ekki öll sagan sögð því Volkswagen virðist einnig ætla að bjóða Golf R í langbaksútfærslu. Sést hefur til prófana á þannig bíl. Hann verður þá væntanlega með sömu 300 hestafla, 2,0 lítra vélinni með forþjöppu sem er í venjulegum Golf R. Hann ætti því að sameina sportbílaeiginleika með miklu notagildi. Er þá kominn bíll með ekki ósvipað DNA og Audi RS4, sem reyndar fæst aðeins í langbaksútfærslu, en þessi ætti bara að verða miklu ódýrari. Hekla, umboðsaðili Volkswagen á Íslandi hefur nú fengið fyrsta bílinn af hefðbundinni gerð Golf R og má nú berja hann augum í sýningarsal Heklu á Laugavegi. Er þar á ferð mikið augnayndi, en að sögn Heklumanna hafa 2 slíkir bílar selst nú þegar og því líklegt að fleiri séu á leiðinni. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Volkswagen Golf bílar eru til í ótrúlega mörgum útfærslum og með meira úrvali véla en gengur og gerist með flestar bílgerðir. Kraftaútgáfur Golf eru nú þegar orðnar nokkrar, þ.e. GTI, GTD dísilbíll, GTE tvinnbíll og sá allra öflugasti Golf R, auk þess sem til eru blæjuútgáfur GTI og Golf R. Þar með er ekki öll sagan sögð því Volkswagen virðist einnig ætla að bjóða Golf R í langbaksútfærslu. Sést hefur til prófana á þannig bíl. Hann verður þá væntanlega með sömu 300 hestafla, 2,0 lítra vélinni með forþjöppu sem er í venjulegum Golf R. Hann ætti því að sameina sportbílaeiginleika með miklu notagildi. Er þá kominn bíll með ekki ósvipað DNA og Audi RS4, sem reyndar fæst aðeins í langbaksútfærslu, en þessi ætti bara að verða miklu ódýrari. Hekla, umboðsaðili Volkswagen á Íslandi hefur nú fengið fyrsta bílinn af hefðbundinni gerð Golf R og má nú berja hann augum í sýningarsal Heklu á Laugavegi. Er þar á ferð mikið augnayndi, en að sögn Heklumanna hafa 2 slíkir bílar selst nú þegar og því líklegt að fleiri séu á leiðinni.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent