Jepplingur frá Seat 2016 Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2014 09:45 Seat IBX tilraunajepplingur. Seat er í eigu volkswagen og Seat er eina bílamerki Volkswagen samstæðunnar sem ekki skilar hagnaði. Volkswagen ætlar með þessu að finna nýja viðskiptavini fyrir Seat, en jepplingamarkaðurinn er enn að stækka og hefur stækkað um 40% á síðustu 5 árum og því vert að sækja á hann enn. Um 1 milljón jepplinga seljast á ári í Evrópu. Bíllinn verður hannaður á Spáni, heimalandi Seat og verður hann byggður á MQB undirvagni Volkswagen, eins og svo margir bíla Volkswagen bílafjölskyldunnar. Það skondna er að líkur eru á því að þessi nýi Seat jepplingur verði smíðaður í Skoda verksmiðju í Tékklandi á sama stað og Yeti jepplingur Skoda er smíðaður. Ástæða þess er sú að mun ódýrara er að smíða bíla í Tékklandi en á Spáni. Seat hefur ekki skilað hagnaði síðan árið 2007. Tapið minnkaði má milli ára í fyrra en nam samt tæpum 24 milljörðum króna. Sala Seat bíla jókst um 11% á síðasta ári og nam 355.000 bílum, en ekki dugði það til svo að tapi yrði snúið í hagnað. Til greina kemur að reisa Seat verksmiðju í Kína, en Kína er stærsti markaðurinn fyrir Seat bíla. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent
Seat er í eigu volkswagen og Seat er eina bílamerki Volkswagen samstæðunnar sem ekki skilar hagnaði. Volkswagen ætlar með þessu að finna nýja viðskiptavini fyrir Seat, en jepplingamarkaðurinn er enn að stækka og hefur stækkað um 40% á síðustu 5 árum og því vert að sækja á hann enn. Um 1 milljón jepplinga seljast á ári í Evrópu. Bíllinn verður hannaður á Spáni, heimalandi Seat og verður hann byggður á MQB undirvagni Volkswagen, eins og svo margir bíla Volkswagen bílafjölskyldunnar. Það skondna er að líkur eru á því að þessi nýi Seat jepplingur verði smíðaður í Skoda verksmiðju í Tékklandi á sama stað og Yeti jepplingur Skoda er smíðaður. Ástæða þess er sú að mun ódýrara er að smíða bíla í Tékklandi en á Spáni. Seat hefur ekki skilað hagnaði síðan árið 2007. Tapið minnkaði má milli ára í fyrra en nam samt tæpum 24 milljörðum króna. Sala Seat bíla jókst um 11% á síðasta ári og nam 355.000 bílum, en ekki dugði það til svo að tapi yrði snúið í hagnað. Til greina kemur að reisa Seat verksmiðju í Kína, en Kína er stærsti markaðurinn fyrir Seat bíla.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent