Tesla Model S söluhærri en allar gerðir Ford í Noregi Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2014 09:19 Tesla Model S seldist best allra bílgerða og annar rafmagnsbíll var í 3. sæti, Nissan Leaf. Sala á rafmagnsbílum er hvergi hlutfallslega meiri í heiminum en í Noregi. Söluhæsta bílgerðin þar í marsmánuði var Tesla Model S, en hann seldist í 1.493 eintökum bara í þessum eina mánuði. Er það næstum því jafn mikil sala og á fólksbílum á Íslandi það sem af er ári. Í næsta sæti í Noregi á eftir Teslunni var Volkswagen Golf, en af honum seldust þó minna en helmingur en af Tesla Model S. Í þriðja sæti var annar rafmagnsbíll, Nissan Leaf og seldust af honum 425 eintök. Alls hafa selst 2.056 eintök af Tesla Model S í Noregi í ár, talsvert meira en af Golf og Leaf. Til að setja þessar tölur í enn meira samhengi þá seldust fleiri Tesla Model S en af öllum gerðum Ford bíla. Góð sala rafmagnsbíla í Noregi skýrist að miklu leiti af þeim ívilnunum sem rafmagnsbílaeigendur njóta þar, vörugjalda- og skattleysi, fríum bílastæðum, forgangi á akreinum fyrir strætisvagna, fríum vegtollum og fleiri þáttum. Ekki skal þó litið framhjá því að Tesla Model S er samt dýr bíll, en efnahagur íbúa Noregs leyfir slíkan munað. Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent
Sala á rafmagnsbílum er hvergi hlutfallslega meiri í heiminum en í Noregi. Söluhæsta bílgerðin þar í marsmánuði var Tesla Model S, en hann seldist í 1.493 eintökum bara í þessum eina mánuði. Er það næstum því jafn mikil sala og á fólksbílum á Íslandi það sem af er ári. Í næsta sæti í Noregi á eftir Teslunni var Volkswagen Golf, en af honum seldust þó minna en helmingur en af Tesla Model S. Í þriðja sæti var annar rafmagnsbíll, Nissan Leaf og seldust af honum 425 eintök. Alls hafa selst 2.056 eintök af Tesla Model S í Noregi í ár, talsvert meira en af Golf og Leaf. Til að setja þessar tölur í enn meira samhengi þá seldust fleiri Tesla Model S en af öllum gerðum Ford bíla. Góð sala rafmagnsbíla í Noregi skýrist að miklu leiti af þeim ívilnunum sem rafmagnsbílaeigendur njóta þar, vörugjalda- og skattleysi, fríum bílastæðum, forgangi á akreinum fyrir strætisvagna, fríum vegtollum og fleiri þáttum. Ekki skal þó litið framhjá því að Tesla Model S er samt dýr bíll, en efnahagur íbúa Noregs leyfir slíkan munað.
Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent