Óperusöngvarinn Elmar Gilbertsson heimsótti húsakynni Bylgjunnar og flutti sína útgáfu af Plush með Stone Temple Pilots við undirleik Pálma Sigurhjartarssonar.
Elmar fer afar vel með lagið eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.
Hann hefur heldur betur slegið í gegn í óperunni Ragnheiður og er talinn meðal kynþokkafyllstu manna landsins.
Elmar á vel heima í rokkheiminum því þar byrjaði hann í tónlist ungur að árum.
