Theodóra Mjöll, stjórnandi þáttarins leit við á nokkrum sýningum og opnunarhófum í tengslum HönnunarMars sem er sannkölluð uppskeruhátíð fagurkera hér á landi.
Einnig var Lífsstíll eini miðillinn sem tók upp allar sýningarnar á RFF tískuhátíðinni þar sem stemmingin var fest á filmu.
„Við létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta á RFF og tókum hönnuðina tals eftir hverja sýningu sem sögðu okkur frá innblæstrinum og hugmyndavinnunni á bak við fatalínur sínar," segir Theodóra Mjöll.
Lífsstíll er í opinni dagskrá á Stöð 3 í kvöld klukkan 19.30.
Hér fyrir neðan má sjá umræddan þátt og þar fyrir neðan fyrstu tvo þættina af Lífsstíl.